Samfélagsmiðlar

Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl

Það getur verið nauðsynlegt að hafa bíl til umráða í utanlandsferðinni en það kostar sitt að leigja einn slíkan. Hér eru þrjú atriði sem lækka leiguna umtalsvert.

vegur gr Aleksandr Kozlovskii

Tryggingar

Kaskótrygging er oftast innifalin í leigunni en sjálfsábyrgð á hefðbundnum bílaleigubíl er vanalega á bilinu 70 til 200 þúsund krónur. Upphæðin er mismunandi eftir leigum og bílategundum. Það er þó hægt að komast hjá sjálfsábyrgðinni með því að kaupa sérstaka tryggingu sem kallast oftast „Super Cover“. Ekki er hægt að bóka hana þegar gengið er frá leigunni á netinu heldur bjóða starfsmenn bílaleiganna trygginguna oftast þegar lyklarnir eru sóttir. Með því að kaupa þessa aukaþjónustu hefur reikningurinn hækkað ríflega því stóru bílaleigurnar rukka alla vega 3000 krónur á dag fyrir trygginguna. Það fæst þó oft smávægilegur afsláttur ef leigutíminn er meira en vika.
Þeir sem leigja bíla í gegnum bókunarsíður eins og Rentalcars geta hins vegar fengið niðurfellingu á sjálfsábyrgð ódýrari þar en hjá leigunum beint. Þannig kostar sú trygging, fyrir bíl af minnstu gerð, um 1800 krónur á dag fyrir leigu í skemmri tíma en um þúsund krónur fyrir lengri leigutímabil. Ókosturinn við að fara þessa leið er sú að ef þú lendir í tjóni þá þarftu að gera það upp við bílaleiguna og svo senda reikning fyrir tjóningu á bókunarfyrirtækið.
Og til að flækja málin þá eru bætur vegna tjóns á hjólabúnaði og rúðum eru ekki alltaf innifaldar í tryggingum bílaleiga og það borgar sig því alltaf að lesa smáa letrið og bera saman kostina sem í boði eru.

Bókunarsíður

Samkvæmt heimasíðum Hertz og Avis kostar ódýrasti bílaleigubíllinn við flugvöllinn í Alicante um páskana (29. mars til 2.apríl) nærri 30 þúsund krónur hjá því síðarnefna en ennþá meira hjá Hertz. Hins vegar finnur bókunarvél Rentalcars sambærilegan bíl á annarri leigu á tæpar 7 þúsund krónur. Það er því hægt að spara sér umtalsverða upphæð með því að nýta þennan millilið. En Túristi mælir með því að fólk skoði líka hversu góða umsögn bílaleigufyrirtækin hafa fengið hjá leigutökum en dómarnir birtast í leitarniðurstöðunum hjá Rentalcars. Og ef þú ætlar að leigja bíl á Spáni þá er víðast hvar ekki mælt með því að fólk taki því boði bílaleigunnar að skila bílnum með tómum tanki gegn ákveðinni þóknun, þ.e. „Full to empty“. Þóknunin er nefnilega nokkru dýrari en fullur tankur kostar.

Bílstólar

Þeir sem ferðast með börn leigja oft barnastóla í stað þess að taka með sína eigin. Bílaleigurnar rukka hins vegar um þúsund krónur á dag fyrir afnot að barnastól  en það getur verið einfalt að spara sér þennan kostnaðarlið. Sérstaklega fyrir þá sem keyra sjálfir út á Keflavíkurflugvöll og eru því hvort eð er með bílstólana í bílnum á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll. Börn eldri en 2 ára mega nefnilega oft innrita farangur og hjá sumum lággjaldaflugfélögum þarf ekki að rukka aukalega fyrir bílstóla. Það getur því verið umtalsverður sparnaður í því fólginn að ferðast með bílstólinn milli landa og kostur að nota stól sem barnið og foreldrarnir þekkja og kunna á.

Þú getur notað þessa leitarvél til að finna bílaleigubíla út um allan heim.

 

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …