St. Pétursborg með Pétri Óla í ágúst

petursborg icelandair

KYNNING
Pétur Óli Pétursson verður fararstjóri í ferðinni sem stendur yfir frá 16. til 21. ágúst 2017. Pétur Óli mun bjóða uppá úrval skoðunarferða og verður ferðalöngum til aðstoðar. Til dæmis er í boði skoðunarferð um miðborgina, farið í Virki Péturs og Páls, í Vetrarhöllina, Hermitage safnið, St. Isaacs kirkju, sumarhöll keisarafjölskyldunnar, „Katrínarhöllina“ í Pushkin, og margt fleira. Flogið er út til Helsinki þar sem fararstjóri tekur á móti hópnum og þaðan er farið til St. Pétursborgar með rútu. Heimleiðin er eins, farið með rútu að morgni 21. ágúst til Helsinki og flogið heim þaðan kl. 15.35 að staðartíma.

Kíktu á heimasíðu Icelandair til að fá frekari upplýsingar