Samfélagsmiðlar

Áfram gistináttagjald þó virðisaukaskattur tvöfaldist

reykjavik Tim Wright

Virðisaukaskattur á gistingu á Íslandi verður sá næst hæsti í Evrópu. Hlutfall opinberra gjalda af ódýrri gistingu verður hins vegar það hvergi hærra í álfunni. Um mitt næsta ár hækkar virðisaukaskattur á ferðaþjónustu úr 11% í 24% en í ársbyrjun 2019 lækkar skatthlutfallið svo niður í 22,5%. Þar með verður virðisaukaskattur á gistingu á Íslandi sá næst hæsti í Evrópu. Hlutfall opinberra gjalda af ódýrri gistingu verður hins vegar það hæsta í álfunni.
Í haust hækkar gistináttagjald á gistingu hér á landi úr 100 krónum í 300 krónur. Áfram er gert ráð fyrir þessu gjaldi í fjármálaáætlun ríkisins þrátt fyrir að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu, þar á meðal hótelgistingu, ríflega tvöfaldist 1. júlí á næsta ári. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Túrista um hvort breytingar á virðisaukaskattskerfinu hafi áhrif á gistináttagjaldið. En fyrir helgi tilkynnti Benedikt Jóhannsson, fjármálaráðherra, að ferðaþjónustan færi úr neðri þrepi virðisaukaskatts og upp í það efra. Þessari breytingu hafa forsvarsmenn ferðaþjónustunnar mótmælt harðlega og meðal annars bent á að með þessu verði álögur á ferðaþjónustu hér á landi þær næst hæstu í Evrópu. Aðeins í Danmörku er virðisaukaskattur á greinina hærri. Þar í landi er aðeins eitt skattþrep, 25%, en ekki tvö eða fleiri líkt og víðast hvar annars staðar. Og þar sem þrepin eru fleiri en eitt er ferðaþjónusta almennt í neðri þrepum, í Svíþjóð er virðisauki t.a.m. 25% en aðeins 12% á hótelum og matsölustöðum. Í Finnlandi og Noregi greiða hótelgestir 10% virðisaukaskatt, í Þýskalandi er hlutfallið 7%, 10% í Frakklandi og 13% á Spáni. 

Opinber gjöld vega þyngst hér á landi

Innheimta á 100 króna gistináttagjaldi hófst hér á landi fyrir fimm árum síðan en á hinum Norðurlöndunum tíðkast ekki þess háttar gjald. Upphæð þess þrefaldast í haust og þá þurfa gestir á íslenskum gististöðum að greiða 300 krónur aukalega fyrir hvert herbergi hverja nótt. En eins og áður segir er áfram gert ráð fyrir tekjum af þessum skatti í fjármálaáætlun ríkisins sem fjármálaráðherra kynnti fyrir helgi.
Þar með verður hlutfall opinberra gjalda af hótelgistingu, í ódýrari kantinum, hærra hér á landi en til að mynda í Danmörku og þrefalt hærra en í Noregi. Af 15 þúsund króna hótelreikningi sem gefinn verður út hér á landi, seinni hluta næsta árs, þá munu 3.203 krónur renna í ríkissjóð í stað 1.586 kr. í dag. Danski skatturinn tekur ögn minna í sinn hlut eða 3 þúsund krónur af 15 þúsund króna herbergi. Á hinum Norðurlöndunum er upphæðin mun lægri eða 1.607 til 1.364 krónur eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.
Þannig heldur hótelstjóri í Þrándheimi í Noregi eftir 13.636 krónum af 15 þúsund króna hótelreikningi á meðan starfsbróðir hans á Ísafirði fær 11.797 krónur í sinn hlut fyrir jafn dýra gistingu. Hagur þess vestfirska vænkast þó um 148 krónur þann 1. janúar 2019 þegar efra þrep virðisaukaskattsins fer niður í 22,5%. 

Danski skatturinn tekur meira af dýrari gistingu

Hlutfall skatta af hótelreikningum er hins vegar hærra í Danmörku en hér á landi þegar litið er til dýrari gistingar en samkvæmt athugun bókunarsíðunnar Trivago kostar meðalnótt á reykvísku hóteli um 23 þúsund krónur um þessar mundir. Þegar gistingin kostar orðið það mikið þá er vægi skattsins ögn hærra í Danmörku en hér á landi. Hins vegar er það miklu hærra en hjá hinum löndunum í norðurhluta álfunnar, löndum sem hafa upp á margt sambærilegt að bjóða og ferðaþjónusta hér á landi.
Sem fyrr segir þá kemur það fram í svari fjármálaráðuneytisins til Túrista að áfram sé gert ráð fyrir gistináttagjaldi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur hins vegar viðrað þá hugmynd að gjaldið renni til sveitarfélaga í framtíðinni. Samkvæmt upplýsingum Túrista frá samtökum danskra hóteleigenda hefur ekki verið umræða í Danmörku um að leggja á gistináttagjald. Þess háttar gjald tíðkast hins vegar á meginlandi Evrópu þar sem virðisaukaskattur á gistingu er mun lægri en verður hér á landi eftir breytinguna á næsta ári.

 

Nýtt efni

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …