Samfélagsmiðlar

Ferðamenn stytta dvölina hér á landi

Í byrjun síðasta sumars fóru ferðalög útlendinga um landið að styttast og sú þróun hefur haldið áfram í ár miðað við þau gögn sem fyrir liggja. Í byrjun síðasta sumars fóru ferðalög útlendinga um landið að styttast og sú þróun hefur haldið áfram í ár miðað við þau gögn sem fyrir liggja.
Síðustu ár hefur gistinóttum útlendinga hér á landi fjölgað hlutfallslega í takt við aukninguna í komum erlendra ferðamanna. 2015 fjölgaði ferðamönnunum hins vegar aðeins meira en gistinóttum útlendinga. Í fyrra rofnaði samband þessara tveggja stærða því þá fjölgaði ferðamönnunum um 40% en gistinóttunum um 22%. Þar með styttist meðaldvöl útlendinga hér á landi niður í 3,8 nætur eftir að hafa verið í kringum fjóra og hálfa nótt nær undantekningarlaust á árunum 2003 til 2015 eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan.
Þetta sýnir samanburður Túrista sem er unnin úr tölum Hagstofu um heildargistináttafjölda útlendinga og talningu Ferðamálastofu á komum erlendra ferðamanna. Inn í þessum tölum eru þó ekki gistingar í óskráðu gistirými, t.d. Airbnb eða í heimahúsum hjá vinum og kunningjum. Meðaldvöl útlendinga er því aðeins lengri í raun og veru en í samanburðinum er hins vegar stuðst við sambærileg gögn milli ára.

Vatnaskil síðastliðið sumar

Fyrstu fjóra mánuðina í fyrra jókst gistináttafjöldinn nokkuð í takt við aukninguna í komum ferðamanna en í maí breikkar bilið á og það hélst allt til ársloka. Yfir hásumarið var munurinn á milli ára hvað mestur því í júlí 2015 gisti hver erlendur ferðamaður á landinu í um sex nætur að jafnaði en dvölin hafði styst um eina nótt í júlí í fyrra.
Sem fyrr segir eru gistingar í óskráðri gistingu, t.d. Airbnb, ekki inn í þessum samanburði en gera má ráð fyrir að hlutdeild þess háttar gistingar hafi verið álíka síðastliðin tvö ár og samanburðurinn ætti því að gefa góða mynd af þróuninni.
Fyrir páska birti Hagstofan árlegt yfirlit sitt yfir heildargistináttafjölda í öllum tegundum gististaða en í mánaðarlegum uppgjörum Hagstofu fást aðeins upplýsingar um gistingar á hótelum. Og samkvæmt þeim tölum sem liggja fyrir um hótelgistingar útlendinga hér á landi í janúar og febrúar í ár þá er útlit fyrir að meðaldvöl ferðamanna hafi styst um 17 prósent það sem af er ári. Hlutfallið kann að vera minna ef til að mynda vægi annars konar gistingar hefur aukist í ár á kostnað hótelanna.

Verðlag og skiptifarþegar líkleg skýring

Mögulegar skýringar á því að meðaldvöl útlendinga hér á landi minnki svona snögglega í fyrra, eftir að hafa staðið í stað nær alla þessa öld, kann að skrifast á mikla styrkingu krónunnar. Hver nótt á íslensku hóteli er orðin nokkuð dýrari en hún var í fyrra eða árin þar á undan og því gætu margir kosið að stytta dvölina. Önnur möguleg skýring er sú að hlutfall skiptifarþega Icelandair og WOW air í ferðamannafjöldanum sé orðið mun hærra en áður. Bæði félög bjóða nefnilega farþegum sínum að dvelja hér á landi á leið sinni yfir hafið. Þeir sem taka þann kost fara því út úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þurfa í gegnum vopnaeftirlit að nýja við brottför. Þar með eru þeir teknir með í talningu Ferðamálastofu yfir fjölda ferðamanna sem fer fram við öryggishliðin. Hins vegar gista sumir þessara farþega ekki á landinu heldur fara aðeins í stutta skoðunarferð og halda svo ferðalaginu sínu áfram samdægurs. Aðrir stoppa jafnvel í eina til tvær nætur enda á leið í ferðalag um annað hvort N-Ameríku eða Evrópu.
Fjöldi þeirra skiptifarþega sem nýtir sér þessa svokölluðu „Stop-over” þjónustu er ekki opinber, hvorki í tölum Isavia né flugfélaganna. Þar á bæ ættu þessar upplysingar hins vegar að liggja fyrir.
Þriðja skýringin á því að meðal Íslandsferðin hefur styst svona verulega milli ára kann að vera sú að nú er framboð á flugi miklu meira en áður og brottfarirnar tíðari. Ferðamaður sem kemur hingað getur oft valið úr nokkrum ferðum á dag til síns heima og er því ekki bundin af tveimur til þremur brottförum í vikum líkt og áður tíðkaðist.

 

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …