Ferðakynning – Sigling um V-Karíbahaf

urval utsyn sigling

Sigling með Carnival Paradise og Sr. Hjálmar Jónsson er fararstjóri.

KYNNING
Úrval Útsýn býður upp á siglingu um Vestur-Karíbahaf, frá aðeins 249.000,- kr á mann, með Carnival Paradise sem öll fjölskyldan getur notið. Carnival Cruises, sem rekur skiptið, er þekkt fyrir að bjóða uppá fjölbreyttar og líflegar siglingar.
Flogið verður með Icelandair til Tampa 22. nóvember og gist í 3 nætur á Aloft Downtown Tampa hótelinu. 25. nóvember er svo haldið úr höfn með Carnival Paradise kl. 17.00. Siglingin er frá 25. – 30. nóvember. Snemma að morgni 30. nóvember er snúið aftur til Tampa og þaðan er ekið að Sunset Vistas Beachfront Suites þar sem gist verður í 4 nætur. 4. desember er flogið aftur heim frá Tampa til Íslands með Icelandair. Fararstjóri er Sr. Hjálmar Jónsson.
Hægt er að velja um innri-klefa, ytri-klefa, svítu með takmörkuðu útsýni og Junior svítu.

Innifalið:
Flug til og frá Tampa með Icelandair
Gisting á Aloft Downtown Tampa 3 nætur
Skemmtisigling með fullu fæði og afþreyingu í 5 nætur
Hafnargjöld
Fararstjórn
Gisting á Sunset Vistas Beachfront Suites í 4 nætur
Akstur til og frá flugvelli og skipi
Kíktu á heimasíðu Úrval-Útsýnar til að fá frekari upplýsingar