Ferðakynning – 13 daga ferð um Taíland

urval utsyn tailand

KYNNING
13 daga ferð á framandi slóðir, sem hentar fjölskyldum með börn. Strandbærinn Hua Hin í 8 nætur og höfuðborgin Bangkok í 3 nætur. Barnvænt hótel, stutt í vatnsleikjagarð og aðra skemmtun. Verð frá 299.900 kr. á mann – tilvalið fyrir fjölskyldur.
Í ferðinni verður dvalið í 8 nætur í strandbænum Hua Hin og 3 nætur í hinni mögnuðu höfuðborg Thailands Bangkok. Gist verður á lúxushótelum á báðum stöðum. Íslensk fararstjórn allan tímann!
Meðan á dvölinni stendur geta farþegar notið lífsins á sinn hátt, hvort sem það er í sólbaði, dekri, skoðunarferðum eða annarri afþreyingu. Hægt er að kíkja í verslanir, á markaði eða njóta lífsins í mat og drykk. Möguleikarnir eru óþrjótandi í Thailandi.
Nýttu þér einstakt tækifæri til að upplifa thailenska menningu og matargerð, njóta frábærra strandhótela, auk þess sem færi gefst á að fara í einstakar skoðunarferðir. Hér er þitt austurlenska ævintýri – komdu með okkur til Thailands!
Innifalið í verði:
Flug og flugvallaskattar frá Íslandi til Thailands
Gisting í Hua Hin í 9 nætur á lúxushóteli
Gisting í Bankgkok í 3 nætur á lúxushóteli
11 x morgunverður
2 x kvöldverður
Akstur frá flugvelli að hóteli í Hua Hin
Akstur frá hóteli í Hua Hin til Bangkok
Akstur frá Bangkok að flugvelli
Skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingu ( 2 ferðir í Bangkok )
Enskumælandi staðarleiðsögumaður
Íslenskur fararstjóri

Kíktu á heimasíðu Úrval-Útsýnar til að fá frekari upplýsingar