Samfélagsmiðlar

Farmiðar á 3 til 15 þúsund kr. til meira en 30 evrópskra borga í júní

edinborg berlin paris

Aldrei áður hefur úrvalið af flugi héðan til Evrópu verið jafn mikið og fargjöldin eru í mörgum tilfellum mjög lág þó stutt sé í brottför. Aldrei áður hefur úrvalið af flugi héðan til Evrópu verið jafn mikið og fargjöldin eru í mörgum tilfellum mjög lág þó stutt sé í brottför.
Aðfaranótt laugardags og sunnudags fljúga þotur lággjaldaflugfélagsins Transavia frá Íslandi til Parísar og sá sem bókar miða í dag fær farið á 7000 til 7500 krónur, aðra leið. Ódýrasti miðinn með WOW til borgarinnar í næstu viku er á 9 þúsund. Ef Prag heillar meira en París þá er hægt að komast þangað fyrir 15 þúsund krónur með Czech Airlines í næturflugi á fimmtudag en ef þú býður til sunnudags þá kostar farmiðinn með Wizz Air aðeins tæpar 6.200 krónur. Þetta ungverska lággjaldaflugfélag býður álíka lág fargjöld í þessari og næstu viku til Búdapest, Gdansk og Varsjár en ódýrasti farmiðinn, í ört vaxandi Íslandsflugi félagsins, er hins vegar til pólsku borgarinnar Katowice i næstu viku. Sá kostar aðeins 3.090 krónur en 1.970 krónur fyrir meðlimi í afsláttarklúbbi Wizz Air

Bretland, Írland, Skandinavía og Sviss

Til höfuðborgar Skotlands er hægt að fljúga í vikunni með WOW fyrir 6 þúsund en 8.400 kr. með easyJet. Farmiðar með breska lággjaldaflugfélaginu til Manchester næstu daga eru á innan við 12 þúsund krónur og til Genfar í Sviss býður easyJet sætið á 8 þúsund krónur í júní og 6.400 kr. til Basel. Ódýrasta farið með WOW til London og Amsterdam er á 10 þúsund kr. og hægt er að fá far með félaginu í júní til Cork, Bristol og Lyon í Frakklandi á 6 þúsund. Aðeins dýrara er að bóka lægstu fargjöld félagsins til Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Brussel og Dublin. Með Icelandair og Air Iceland Connect má komast til Belfast á tæpar 15 þúsund í lok vikunnar og fyrir sama verð til Aberdeen eftir helgi og þar er innrituð taska innifalin.

Spánn og Ítalía

Í sumar er samkeppnin í flugi héðan til Barcelona meiri en áður og það sem eftir lifir mánaðar á Vueling eftir að fljúga sjö ferðir til borgarinnar frá Keflavíkurflugvelli og í dag eru farmiðarnir á annars vegar 9.500 krónur en hins vegar 15 þúsund. Það er líka hægt að fljúga heðan til Barcelona með Norwegian og ódýrustu miðarnir í þessari viku kosta rétt tæpar 9 þúsund krónur. 14.999 kr. kostar ódýrasta sætið í áætlunarferðir WOW til Barcelona næstu vikur. Það er jafn mikið og farmiði með Primera Air til ítölsku borgarinnar Trieste kostar. Til Alicante má líka komast ódýrt eins og Túristi greindi frá um helgina.

Úr miklu að moða í Þýskalandi

Lággjaldafélagið Eurowings, sem er í eigu Lufthansa, flýgur hingað á sumrin frá nokkrum þýskum borgum og sá sem pantar í dag far með félaginu til Berlínar í júní borgar í mesta lagi tæpar 15 þúsund krónur sem er aðeins dýrara en lægsta fargjald WOW. Ódýrustu farmiðarnir með Eurowings til Kölnar, Dusseldorf og Hamborg eru líka í sumum tilvikum á innan við 15 þúsund krónur næstu 2 vikur. Með Germania er hægt að finna álíka ódýra farmiða til Dresden, Nurnberg, Bremen og Friedrichshafen.

Aukagjöld bætast við

Öll dæmin hér að ofan eiga við farmiða, aðra leiðina, frá Keflavíkurflugvelli en allur gangur á því hvort heimflugið kosti það sama, minna eða miklu meira. Þeir sem vilja ferðast með meira en handfarangur þurfa í nær öllum tilvikum að borga aukalega fyrir innritaðar töskur. Á sumum flugleiðum bjóða fleiri en tvö flugfélög upp á áætlunarferðir og þá getur verið kostur að fljúga út með einu félagi en heim með öðru, auðvelt er að skoða þess háttar með því að nota bókunarvél Momondo.
Nýta má þessa leitarvél hér til að bera saman verð á gistingu og hér er samansafn á síðum fyrir þá sem vilja heldur leigja íbúð eða hús í útlöndum.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …