Samfélagsmiðlar

Fjölgun kanadískra ferðamanna snarstöðvast

Undanfarið ár hefur fjöldi ferðafólks frá Kanada á Íslandi tvöfaldast en í júní varð hins vegar samdráttur þrátt fyrir fleiri flugferðir og nýtt Íslandsflug Air Canada. Með aukinni umferð verður Keflavíkurflugvöllur sífellt betri samgöngumiðstöð fyrir farþega á leið milli Kanada og meginlands Evrópu.

kanada fani

Undanfarið ár hefur fjöldi ferðafólks frá Kanada á Íslandi tvöfaldast en í júní varð hins vegar samdráttur þrátt fyrir auknar flugsamgöngur og nýjar áætlunarferðir á vegum Air Canada hins til lands. Í júní voru hér 12.612 kanadískir ferðamenn og fækkaði þeim um 3,6 prósent frá sama tíma í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Samdrátturinn er lítill milli síðustu júnímánaða en þessi niðursveifla er í engum takti við þá miklu aukningu sem hefur verið í komum ferðafólks frá Kanada síðastliðið ár. En í maí í fyrra fóru Icelandair og WOW air jómfrúarferðir sínar til Montreal og á sama tíma hóf WOW flug til Toronto. Frá þeim tíma hefur fjöldi kandadískra túrista hér á landi tvöfaldast (98%) og suma mánuði hefur aukningin verið um þreföld. Í maí sl. dró hins vegar úr aukningunni og nam hún þá 22 prósentum en í nýliðnum júní fækkaði kanadíska ferðafólkinu hér á landi sem fyrr segir.

Íslandsflugi Air Canada vel tekið

Þessi samdráttur á sér stað á sama tíma og flugumferð milli Íslands og Kanada eykst því í júní fjölgaði áætlunarferðum milli landanna tveggja um 17 prósent samkvæmt talningum Túrista. Þar vegur þungt nýtt áætlunarflug Air Canada en þetta stærsta flugfélag Kanada mun í sumar fljúga hingað frá bæði Montreal og Toronto. Peter Fitzpatrick, talsmaður kanadíska flugfélagsins, segir í svari við fyrirspurn Túrista að Íslandsflugið hafi fengið góðar móttökur og greinilega sé mikill áhugi á að því meðal Kanadamanna sækja Ísland heim. Hann segir þó of snemmt að segja til um hvort Ísland verði hluti af vetraráætlun félagsins í nánustu framtíð.
Þess má þó geta að Air Canada styðst við minni gerð af Airbus þotum í áætlunarflugi sínu til Íslands en þær rúma aðeins 136 farþega á meðan íslensku flugfélögin nota stundum breiðþotur í Kanadaflug sitt.

Gistinóttunum fækkar

Þegar þróunin í fjölda gistinótta Kanadabúa á íslenskum hótelum er skoðuð kemur í ljós að þeim hefur farið fækkandi í ár þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna frá Kanada. Túristi hefur áður bent á þetta ósamræmi en til að mynda rúmlega þrefaldaðist fjöldi kanadískra ferðamanna hér á landi í febrúar en gistinóttum þeirra á íslenskum hótelum fækkaði um nærri fimmtung í sama mánuði. Hafa ber í huga að hjá Hagstofunni eru aðeins til tölur yfir gistingar á hótelum í ár en ekki í annarri tegund gistingar og aukin ásókn í heimagistingu gæti skýrt muninn að einhverju leyti. En eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan þá hefur þróunin í komum Kanadabúa til Íslands verið allt önnur en kaupum þeirra á hótelgistingu hér á landi.

Mæla með millilendingu á Keflavíkurflugvelli

Í vetur hyggst Icelandair auka umsvifin í Kanada og fljúga allt árið um kring til Vancouver. Þar með verður ennþá fýsilegra fyrir íbúa Kanada að fljúga til meginlands Evrópu með millilendingu á Keflavíkurflugvelli en möguleikar á þess háttar tengingu eru nú þegar mjög miklir. Í fyrramálið koma til að mynda sjö farþegaþotur frá Kanada og geta farþegarnir flogið í nánast beinu framhaldi til tuga áfangastaða í Evrópu. Vinsælar flugbókunarsíður finna því í auknum mæli flug milli Kanada og Evrópu með stuttu stoppi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og eru valkostirnir ekki aðeins bundnir við flug með Icelandair eða WOW air alla leið. Þannig mælir Kayak, ein vinsælasta flugleitarsíða í heimi, með því að sá sem ætlar að fljúga frá Toronto til Óslóar á morgun fljúgi hingað með Air Canada og stuttu síðar með Norwegian til Noregs. Ef ferðinni er hins vegar heitið frá Montreal til Helsinki á sunnudaginn þá er ódýrasti kosturinn, samkvæmt Kayak, flug með WOW frá Montreal sem lendir á Keflavíkurflugvelli klukkan fimm á mánudagsmorgni og svo áfram til höfuðborgar Finnlands klukkan hálf átta með Icelandair.

Sjálftengifarþegar taldir sem ferðamenn

Ef farþegarnir í dæmunum hér fyrir ofan ferðast með meira en handfarangur þurfa þeir að sækja töskurnar við komuna til Íslands og innrita sig svo í tengiflugið. Í framhaldinu fer farþeginn í gegnum vopnaleit og er þá talinn sem erlendur ferðamaður á Íslandi, jafnvel þó hann hafi aðeins stoppað í Leifsstöð í tvo til þrjá klukkutíma. En líkt og Túristi hefur fjallað um eru líkur á að fjölgun þessara sjálftengifarþega hafi aukist töluvert á Keflavíkurflugvelli. Það kann að skýra að einhverju leyti afhverju þróunin í fjölda gistinótta sumra þjóða á íslenskum hótelum er í litlu samræmi við fjölda ferðamanna frá viðkomandi landi, til dæmis frá Kanada.

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …