Samfélagsmiðlar

Óumflýjanlegt að miðaverð í Flugrútuna hækki

Útlit er fyrir að tekjur Isavia af rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar muni margfaldast á næsta ári í kjölfar nýlegs útboðs á aðstöðu fyrir hópferðabifreiðar.

Farmiði með Flugrútunni milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins kostar í dag 2.500 krónur og þar af nemur sérstakt farþegagjald til Isavia 173 krónum. Ríkissjóður fær svo 11 prósent af farmiðaverðinu í formi virðisaukaskatts og Kynnisferðir, sem reka Flugrútuna, halda því eftir tæpum 2.100 krónum af hverjum seldum miða.

Frá og með 1. mars nk. breytist dæmið hins vegar verulega því í nýafstöðnu útboði, á aðstöðu fyrir sætaferðir frá Keflavíkurflugvelli, buðust forsvarsmenn Kynnisferða til að greiða Isavia 41,2% af veltu Flugrútunnar fyrir áframhaldandi veru í og við flugstöðina. Það jafngildir rúmlega þúsund krónur af hverjum seldum miða sé miðað við núverandi verðskrá Flugrútunnar. Aðspurður um hvort sexfalt hærra gjald til Isavia muni ekki áhrif á farmiðaverð Flugrútunnar segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, að ekki hafi verið tekin ákvörðun um verðbreytingar þar sem ekki sé búið að ganga frá samningi við Isavia en að hækkun sé þó óumflýjanleg. „Kynnisferðir munu fara í vöruþróun samhliða nýjum samningi sem gerir þjónustuna í kringum Flugrútuna enn betri. Óumflýjanlegt er að miðaverð hækki og þar sem nýtt gjald mun færa Isavia talsverðar tekjur mun krafa okkar vera að slík gjaldtaka skili sér í betra umhverfi fyrir okkar viðskiptavini.“

Kynnisferðir buðu langhæst

Ekkert þeirra þriggja fyrirtækja sem tók þátt í ofangreindu útboði bauð eins hátt hlutfall af veltu og forsvarsmenn Kynnisferða gerðu. Næst hæsta tilboðið áttu Hópbílar sem buðu þriðjung af sinni veltu og Gray Line, sem rekur Airport Express, var tilbúið til að greiða fjórðung. Aðeins er pláss fyrir tvö rútufyrirtæki beint fyrir framan Leifsstöð og því útlit fyrir að Flugrútan og Hópbílar muni fá aðstöðuna en síðarnefnda fyrirtækið hefur ekki áður boðið upp á sætaferðir frá Keflavíkurflugvelli. Það hefur hins vegar Gray Line gert um árabil og í viðtali við Morgunblaðið, í lok júlí, sagði Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, að fyrirtækið muni halda sínu striki og bjóða áfram upp á reglulegar ferðir jafnvel þó rútur þess geti ekki lagt beint fyrir utan flugstöðina eins og í dag heldur í stæðum fyrir hópferðabíla handan við skammtímabílastæðið líkt og Strætó gerir.

Sjöfalt hærri tekjur

Í útboðsgögnum Isavia og Ríkiskaupa kemur fram að í fyrra hafi rétt um 602 þúsund farþegar nýtt sér sætaferðir til og frá Leifsstöð. Þá var farþegagjaldið 130 krónur og tekjur Isavia af akstrinum hafa verið um 78 milljónir. Í ár er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um nærri fjórðung og á sama tíma hefur utanferðum Íslendinga fjölgað verulega. Það má því gera ráð fyrir að farþegum í flugrútunum fjölgi í ár og ef aukningin nemur fimmtungi þá hækka farþegatekjur Isavia af sætaferðunum upp í rétt rúmlega 100 milljónir. Breytingin verður hins vegar veruleg þegar byrjað verður að rukka samkvæmt niðurstöðum útboðsins, í byrjun mars, því þá sjöfaldast tekjur Isavia af rútustæðunum og fara upp í nærri 700 milljónir á ársgrundvelli samkvæmt útreikningum Túrista. Þeir byggja á því að farþegum í áætlunarferðunum fjölgi um tíund árið 2018 og verði tæplega 800 þúsund og farmiðaverð haldist óbreytt.

Samkvæmt heimildum Túrista eru Kynnisferðir með um 70% markaðshlutdeild í þessum sætaferðum í dag sem þýðir að velta fyrirtækisins af Flugrútunni verður um 1,2 milljarðar án virðisaukaskatts á næsta ári. Þar af fengi Isavia rúmlega hálfan milljarð í sinn hlut. Tekjur Hópbíla af 30% hlutdeild yrðu svo nærri 540 milljónir og þar af fengi Isavia um 180 milljónir eða samtals um 700 milljónir. Við upphæðina bætast svo 11 milljónir fyrir leigu á rútustæðum og einnig verða fyrirtækin tvö að greiða aukalega fyrir afnot af sölubásum inn í komusal flugstöðvarinnar.

Skuldbundir til að greiða nærri þrjú hundruð milljónir

Veltan hjá Kynnisferðum og Hópbílum gæti þó orðið nokkru hærra ef farmiðaverðið hækkar líkt og er í kortunum miðað við ofannefnt svar framkvæmdastjóra Kynnisferða. Tekjurnar gætur líka orðið umtalsvert lægri því eins og fyrr segir þá hafa forsvarsmenn Gray Line boðað áframhald á áætlunarferðum sínum milli Holtagarða og Keflavíkurflugvallar og það gæti dregið töluvert úr umsvifum Kynnisferða og Hópbíla. Einnig býður Strætó upp á reglulegar ferðir að flugstöðinni en hvorki Gray Line né Strætó þurfa að greiða hátt veltugjald líkt og Kynnisferðir og Hópbílar hafa skuldbundið sig til að gera.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …