Samfélagsmiðlar

En hvað með skattsporið hans Skúla?

Rekstur íslenskra flugfélaga skapar þjóðarbúinu miklar tekjur líkt og forsvarsmenn þeirra hafa vísað til þegar á brattann er að sækja.

Gjaldeyristekjur af farþegum Wow Air, flugfélags Skúla Mogensen, námu um 120 milljörðum króna árið 2018 samkvæmt útreikningum sem gerðir voru fyrir flugfélagið.

Icelandair Group var það fyrirtæki sem fékk langhæstu styrkina frá hinu opinbera vegna áhrifa heimsfaraldursins. Ríkið lagði flugfélaginu til um fimm milljarða króna í tengslum við hlutabótaleiðina og eins í uppsagnarstyrki.

Á ræðu sinni á aðalfundi Icelandair á fimmtudag, sem send var fjölmiðlum sama dag, fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri flugfélagsins, að ríkið hefði fengið upphæðina fimmfalt til baka því svokallað skattspor félagsins hafi numið 26 milljörðum króna síðustu tvö ár.

Með þessu var ætlun forstjórans að svara fyrir þá umræðu sem „skotið hef­ur upp koll­in­um“ um nýt­ingu Icelandair á úrræðum rík­is­ins eins og það er orðað í frétt Mbl.is um ræðuna. Sú grein er skrifuð af nýráðnum ritstjóra viðskiptafrétta Morgunblaðsins sem síðustu ár hefur verið ráðgjafi Icelandair í almannatengslum og þar með á lista Fjármálaeftirlitsins yfir innherja í flugfélaginu.

Stefna á hagnað í ár

Útreikningar á skattspori Icelandair byggja á öllum greiddum sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga og þar með talinn skattur af launum starfsmanna. Ríkissjóður fær þó engar skatttekjur af afkomu Icelandair því flugfélagið tapaði þrettán milljörðum króna í fyrra. Þetta var fjórða tapárið í röð en stjórnendur félagsins stefna á jákvæða afkomu í ár. Sú spá var gefin út áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst sem valdið hefur ennþá hærra olíuverði og eins gæti eftirspurn eftir Evrópureisum í Bandaríkjunum dregist saman vegna ástandsins.

Óbeinu áhrifin á pari við Wow Air

Í ræðu sinni á aðalfundinum á fimmtudag sagði forstjóri Icelandair að auk skattsporsins fyrrnefnda þá hefðu jákvæð óbein áhrif af starfsemi flugfélagsins verið gríðarleg. Þannig hafi þeir 350 þúsund ferðamenn sem flugu með Icelandair í fyrra keypt vörur og þjónustu hér á landi fyrir um 85 milljarða króna.

Sú upphæð er sjö milljörðum lægri en farþegar Wow Air eyddu hér á landi árið 2018 samkvæmt útreikningi sem Reykjavík Economics vann fyrir flugfélagið í árbyrjun 2019 þegar falast var eftir opinberum stuðningi við reksturinn.

Ríkisstjórnin varð ekki við þeirri beiðni en ef rökstuðningi forstjóra Icelandair fyrir ríkisstuðningi væri beitt þá má segja að það hefði borgað sig fyrir ráðamenn að rétta flugfélagi Skúla Mogensen hjálparhönd.

Skattspor Wow Air árið 2019 hefði nefnilega líka geta hlaupið á tugum milljarða árið 2019 og ekki síst í ljósi þess að það ár var Icelandair vængbrotið vegna kyrrsetningar Boeing Max þotanna. Samkeppnin við Wow Air hefði því getað reynst Icelandair mjög erfið við þær aðstæður.

Almenn úrræði en sérsniðin

Til að geta allrar sanngirni þá stóðu úrræðin sem Icelandair nýtti sér í heimsfaraldrinum almenn en ekki sértæk eins og sú aðstoð sem Wow Air leitaði eftir. Aðstoðin sem ríkið bauð atvinnulífinu vegna Covid-19 voru þó sniðin að töluverðu leyti að þörfum Icelandair og á það sérstaklega við um uppsagnarstyrkina.

Alþingi samþykkti þó að veita Icelandair sérstaka ríkisábyrgð á allt að sextán milljarða króna láni. Það vilyrði nýttu stjórnendur Icelandair sér ekki og afsöluðu sér ábyrgðinni á sama tíma og nýtt kaupréttakerfi fyrir yfirmenn og sérvalda starfsmenn flugfélagsins var kynnt í síðasta mánuði.

Besta fjárfestingin fyrir alla nema Skúla

Í fyrrnefndri skýrslu Reykjavík Economics eru engir útreikningar á svokölluðu skattspori en þar segir að gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af farþegum Wow Air hafi numið 120 milljörðum króna árið 2018 og reyndar líka árið áður. Það er meira en allur sá gjaldeyrir sem áliðnaðurinn skilaði inn í íslenskan efnahag á sama tíma líkt og Egill Almar Ágústsson, fyrrum forstöðumaður leiðakerfis Icelandair og Wow Air, benti á í aðsendri grein í Viðskiptablaðinu í fyrra.

Þar kemst Egill meðal annars að þeirri niðurstöðu að þeir fjórir milljarðara króna sem Skúli Mogensen fjárfesti í Wow Air hafi líklega verið besta fjárfesting Íslandssögunnar fyrir alla nema Skúla sjálfan því flugfélagið endaði í gjaldþroti.

Egill bendir nefnilega á að hagsmunir íslensks samfélags af rekstri flugfélaga séu miklu meiri en hagsmunir eigendanna sjálfra. Og það er kannski það sem forstjóri Icelandair var að reyna að benda á með útreikningum sínum á skattspori Icelandair síðustu tvö ár.

Nýtt efni

„Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá Play,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, í tilkynningu um síðustu mánaðamót. Nú liggur fyrir að Birgir mun kveðja samstarfsfólk sitt um næstu mánaðamót, nokkrum dögum fyrir þriggja ára starfsafmæli sitt hjá Play. Frá þessu …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Í tilkynningu sem ráðuneyti sem fer með ríkiskaup Póllands sendi um helgina kemur fram að LOT standi nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda sig við flugvélar brasilíska framleiðandans Embraer fyrir skemmri flugleiðir eða velja frekar vélar frá Airbus í Frakklandi. Leitað verður til beggja framleiðenda og þeir beðnir um tilboð í smíði 84 flugvéla …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá …

Hvað varð um Graham Potter? spyrja margir fótboltaunnendur nú þegar liðið er næstum eitt ár síðan þessi listhneigði fótboltaþjálfari stjórnaði fótboltaliði frá hliðarlínunni. Chelsea var síðasti áfangastaður Potters en þaðan var hann rekinn þann 2. apríl árið 2023 eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Potter mætti til Chelsea fullur af bjartsýni eftir glæsislegan þjálfaraferil í …

Skýrslan Policy tools for sustainable and healthy eating - Enabling a food transition in the Nordic countries er unnin í kjölfar útgáfu Norrænna næringarráðleggina (Nordic Nutrition Recommendations) árið 2023 sem var afrakstur fimm ára vinnu hundruða sérfræðinga um ráðlagðar matarvenjur og næringu fólks á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Sú útgáfa hlaut mikla athygli enda í …

Bílaleigan Hertz stóð tæpt í lok heimsfaraldursins og þá tók forstjórinn Stephen Scherr þá djörfu ákvörðun að panta 100 þúsund bíla frá Tesla. Með þessu átti Hertz verða leiðandi í útleigu á rafbílum og vöktu viðskiptin mikla athygli. Ekki leið á löngu þar til Tesla hafði lækkað verðið á nýjum bílum umtalsvert og um leið …