
Rannveig Grétarsdóttir hjá Eldingu segir það koma sér á óvart hvaðan einstaklingsbókanir komi þessa dagana. Á sama tíma sé verið að færa hópa frá komandi sumri og fram á það næsta.
Iceland Travel hefur lengi verið ein umsvifamesta ferðaskrifstofa landsins en nú gerir Icelandair Group nýja tilraun til að selja fyrirtækið. Í haust setti Alþingi það skilyrði fyrir lánveitingu sinni til Icelandair samsteypunnar að féð mætti aðeins nota í flugrekstur.
Viðskiptaferðalangar hafa staðið undir um helmingi farþegatekna flugfélaga sem fljúga milli Evrópu og Norður-Ameríku. Hlutfallið er mun lægra hjá Icelandair. Langstærsti hluti þeirra sem heimsækir Ísland er kominn til að fara í frí. Hversu margir borga svo fyrir Íslandsferðina með vildarpunktum er ekki vitað.