
Vínstúkan sem breytir öllu
Elsti veitingastaðurinn í Stykkishólmi, Narfeyrarstofa, hefur tekið í notkun nýja og glæsilega vínstúku í útgröfnum kjallara gamla hússins. Um leið verður til nýr inngangur á veitingastaðinn. Túristi spjallaði við Sæþór Þorbergsson, veitingamann, sem segir þessa viðbót breyta öllu fyrir veitingahúsið og sé góð viðbót fyrir bæinn.