Grænum túristum fjölgar

Umhverfisvitund ræður í vaxandi mæli hvert og hvernig fólk ferðast. Þeir sem meðvitaðir eru um mikilvægi minni kolefnislosunar og umhverfisverndar haga ferðum sínum þegar með þetta í huga.

Olían ekki verið ódýrari síðan í janúar

Verð á olíu hefur lækkað jafnt og þétt síðastliðinn mánuð og nú í morgun féll það um þrjú prósent. Tunna af Norðursjávarolíu kostar nú 81 bandaríkjadollar og leita þarf aftur til fyrstu daga þess árs til að finna sambærilegt verð. Við innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar hækkaði verð á olíu og í byrjun … Lesa meira

Norsku nýliðarnir falla áfram

Fjárfestir sem tók þátt í hlutafjárútboðum Norse og Flyr í fyrra fær ekki mikið fyrir fjárfestinguna í dag. Gengi hlutabréf í Flyr hefur nefnilega lækkað um 99 prósent og hlutabréfin í Norse hafa fallið um 87 prósent. Og gengi bréfanna hélt áfram að lækka í vikunni. Skráðu þig inn til að lesa Þessi grein er … Lesa meira

Katarar í hefndarhug

Samgönguyfirvöld í London neita að birta auglýsingar um ferðir til Katar, sem birta átti í strætisvögnum, leigubílum og neðanjarðarlestum. Katarar eru sármóðgaðir og hóta að endurmeta viðamiklar fjárfestingar sínar í borginni. Meðal eigna Katara er fimmtungshlutur í Heathrow-flugvelli.

Eini kvenforstjórinn hættur

Nú sitjar karlar við stýrið hjá öllum sjö norrænu flugfélögunum sem skráð eru á hlutabréfamarkað. Stjórn Flyr fylgdi í gær fordæmi Icelandair og Norwegian og bauð fjármálastjóranum forstjórastólinn.

Græðgin varð þeim að falli

Katarar ætluðu að nota HM til að sýna hvers þeir væru megnugir. Það átti að heilla heiminn með gestrisni og glæsileika. Það sem hefur hinsvegar raungerst er að miklu fleiri en áður hafa áttað sig á því að Katar stendur fyrir spillingu, kúgun og græðgi.

Vilja eldra starfsfólk

Flugfélagið Easyjet hratt af stað í vikunni auglýsingaherferð til að laða að fólk sem er 45 ára eða eldra í störf flugfreyja og þjóna. Með þessu ögrar EasyJet viðteknum hugmyndum um það hverjir gegna þessum störfum um leið og reynt er að bæta úr sárum skorti á starfsfólki í Bretlandi

Fyrsta fimm stjörnu hótelið við Eyjafjörð rís á Þengilhöfða

Skortur á gistirými tefur sókn Norðlendinga í ferðamálum. Meðal þess sem þó er í undirbúningi er bygging fimm stjörnu lúxushótels í Grýtubakkahreppi. Þar er þegar farið að reisa húsnæði fyrir væntanlegt starfsfólk. Túristi ræddi við Ester Björnsdóttur, sölu- og markaðsstjóra Höfða Lodge.