Borðað á Vespu

Ítalskur sveitamatur í nýdönskum umbúðum. 

Vespa er staðurinn fyrir þá sem vilja borða mikið, borga frekar lítið en sitja á smekklegum stað.

Þeir mega eiga það veitingamennirnir á veitingastaðnum Vespa að þeim hefur tekist vel til með matinn og innréttingarnar. Verðið skemmir ekki heldur fyrir. Hér má auðveldlega gleyma sér yfir fínum og vel útilátnum mat í umhverfi sem er afslappað þó það beri þessi merki að vera útpælt. Túristi mæli óhikað með þessum stað. 

Fimm rétta  matseðill kostar 300 danskar krónur. Fyrir hrun krónunnar okkar þótti þetta gjafaverð fyrir góðan ítalskan mat á notalegu veitingahúsi í miðbæ Kaupmannahafnar. Eftir hrun er þetta einn besti kosturinn þegar fólk vill gera aðeins betur við sig og njóta þess að sitja að snæðingi í nokkra klukkutíma.  

Heimasíða staðarins.

Staðsetning. 

Bookmark and Share