Gistiheimili í Danmörku

Flest höfum við lagt það í vana okkar að gista á hótelum í utanlandsferðum og talið gistiheimili vera fyrir nískupúka og námsmenn. Núna er kannski kominn tími til að breyta út af vananum og gefa ódýrari gististöðum tækifæri.

Í Danmörku er að finna ógrynni af gistheimilum. Í Kaupmannahöfn eru nokkur þeirra staðsett miðsvæðis en mörg hver í útjaðrinum.

Túristi mælir með eftirtöldum síðum fyrir þá sem vilja kynna sér gistiheimilaflóruna:

Danhostel á gistiheimili um alla Danmörku. Nokkur þeirra bjóða uppá fjölskylduherbergi á tilboði, 550 kr á nótt.

Dansk Bed&Breakfast, hér er langur listi yfir íbúðir, gistiheimili og heimagistingar. Síðastnefndi möguleikinn ódýrastur (300-400 kr) en hér eru líka íbúðir sem eru leigðar út á 600 kr nóttina.

Bookmark and Share