Samfélagsmiðlar

Ódýr danskur dagur

Það er lítið mál að vera á bremsunni í einni fallegustu borg Evrópu. Hér eru leiðbeiningar fyrir þá sem hafa eirð í sér til að ganga um götur, söfn og garða og sneiða framhjá verslunum. Danir greiða stærstan hluta launa sinna í skatt og af þeim sökum er margt í boði í landinu sem ekki kostar mikið. Ferðamenn eiga að sjálfsögðu að nýta sér þessa gjafmildi Dana og dagskráin hér að neðan hefur það að leiðarljósi.

9:00 – Christianshavntorg.  
Torgið er miðpunktur Christianshavn  og hingað er auðvelt að komast. Metro og fjölmargir strætóar stoppa við torgið og úr miðbænum er aðeins 15-30 mínútna gangur. Þeir sem ekki fengu morgunmat á hótelinu geta keypt sér jógúrt í verslun Super Brugsen á torginu áður en lagt er í hann.

 10:00-12:00 – Christianshavn, Kristjanía og Óperan.
Christianshavn er sérstakt hverfi og sker sig frá öðrum hverfum borgarinnar. Síkin eru eitt helsta kennileitið og það er gaman að skoða byggingarnar í kringum þau, bátana við bakkana og auðvitað fólkið.  
Kristjanía er hluti af hverfinu og þó síðustu ár teljist ekki til blómaskeiðs fríríkisins er engu að síður forvitnilegt að stinga nefinu inn fyrir hliðið og sjá með eigin augum þennan stað. Þeir sem vilja sjá meira geta áhyggjulaust gengið um svæðið og jafnvel niður að hinu fallega vatni sem margir Kaupmannahafnarbúar öfunda íbúa Kristjaníu af.  Úr menningunni í Kristjaníu er haldið í austur í átt að Óperuhúsinu, musteri hámenningarinnar í Köben. Gangan tekur um 15 mínútur (sjá kort). Þegar þessi frekar umdeilda bygging hefur verið afgreidd og búið að rýna inn um gluggana til að sjá ljósakrónur Ólafs Elíassonar er ekkert auðveldara en að taka einn af bátastrætóunum sem stoppa við bryggjuna fyrir framan húsið. Útsýnið yfir miðborgina er gott frá kajanum. Farmiðinn með bátnum kostar 13krónur fyrir þá sem nota klippikorti).

Sjá gönguleiðina á korti: Ganga um Christianshavn og út að Óperu.

12:00. Nyhavn
Nú gæti reynt á sjálfsagan hjá sumum en það er um að gera að standast freistinguna og láta það ógert að setjast niður á einum af veitingastöðunum í Nyhavn. Það myndi klárlega sprengja gat á fjárlög dagsins. Gangið því sem leið liggur út að Kongens Nytorv og stoppið í pylsuvagni og seðjið hungrið fyrir 20-30 krónur.  Hér er nóg af bekkjum til að setjast á rétt á meðan glímt er við pylsu með öllu álegginu ofaná.

 12:30 – Kongens Have og Rosenborgarhöllin.
Á góðum degi er varla þverfótandi fyrir sólardýrkendum í Kongens Have. Garðurinn er fallegur enda var hefð fyrir því að konungar ríkisins eyddu sumrinu í Rósenborgarslottinu sem stendur í garðinum miðjum. Best er að fara inn í garðinn á horni Gothersgade og Kronprinsessegade og ganga í fylgja stígnum í gegnum garðinn.

13:00 – Ríkislistasafnið (Statens Museum for kunst). Þegar komið er út úr garðinum á horni Sølvgade og Øster Voldgade blasir reisuleg bygging Ríkislistasafnsins við. Ekki er rukkaður aðgangseyrir að föstu sýningu hússins og hér má sjá marga af dýrgripum danskrar og evrópskrar málaralistar.

15:00 – Kastellet og hafmeyjan. Kastellet er gamalt virki sem ennþá er notað sem herstöð. Þrátt fyrir það getur almenningur gengið hér um og notið kyrrðarinnar og eins fallegasta staðarins í Kaupmannahöfn. Sérstaklega er mælt með göngutúr ofan á virkisveggnum. Þegar út er komið er sennilega kominn tími á hressingu í formi ís eða einhvers fljótandi.  

16:00 – Marmarakirkjan, Amalienborgarhöll og aðrar glæsibyggingar í Frederiksstaden.
Sá hluti miðborgarinnar sem nær frá Kongens Nytorv og upp að Kastellet kallast Frederiksstaden. Hér er mikið um glæsilegar byggingar.

19:00 – Kvöldmatur. Riz Raz eða Restaurant Ankara.  Sá síðarnefndi er tíu krónum ódýrari en hinn og kostar kvöldréttarhlaðborðið  79 krónur. Hinn ágætasti matur í báðum tilvikum. Staðirnar á við Krystalgade 8 og Store Kannikestræde 19 eru nálægt hvorum öðrum og því fínt að taka stefnuna þangað þó þessa staði sé að finna víðar í miðborginni.

Sjá gönguleiðina á korti: Ganga frá Nyhavn, um Kongens Haven, að Kastellet, Marmarakirkjunni og að veitingastaðnum.

Ef þessari dagskrá er fylgt ætti matur og fargjöld ekki að hafa kostað meira en 150 kr.

Bookmark and Share

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …