Lestir vinsælar

Sala á Interrail lestarmiðum hefur tekið stórt stökk upp á við í ár. Í Danmörku hafa miðarnir rokið út á fyrri helmingi ársins samkvæmt frétt Jótlandspóstsins. Talsmaður lestarfyrirtækisins þar í landi telur helstu ástæðurnar fyrir þessu vera þær að kaupendahópurinn hafi ekki orðið eins mikið fyrir barðinu á kreppunni og þeir sem eldri eru. Interrail miðarnir gilda aðeins fyrir 26 ára og yngri og handhafar þeirra geta nýtt sér lestakerfið í Evrópu nær ótakmarkað á gildistíma miðans.

Umhverfissjónarmið eru líka talin ein ástæðan fyrir auknum vinsældum interrailmiða þar sem lestir eru mun umhverfisvænni ferðamáti en flugvélar.

Þrátt fyrir þessa aukningu er salan þó hvergi í námunda við sölu interrail lestarmiða á níunda áratugnum þegar lestarferðalög voru hluti af lífstíl ungs fólks.

Nánari upplýsingar um interrail má finna hér.

Bookmark and Share