Oftast á áætlun

Farþegar sem fljúga frá Haneda flugvelli í Tókýó þurfa ólíklega að eyða óþarfa tíma í biðsölum flugvallarins. Tæplega 94 prósent af brottförum frá vellinum eru á réttum tíma samkvæmt mælingum frá bandarísku stofnuninni Flighstats sem heldur utan um tölur um stundvísi fimmtíu stærstu flugvalla heims. Tveir evrópskir flugvellir komast á lista tíu stundvísustu flugvallanna, Amsterdam og Barcelona.

Á síðasta ári fóru tæplega sjötíu milljónir farþega um Haneda flugvöll sem gerir hann að stærsta flugvelli Asíu í farþegum talið og þann fjórða stærsta í heimi.

Bookmark and Share