Verðið lækkar

Margur Frakkinn hefur hangið heima síðustu misseri í stað þess að verma sæti kaffihúsa. Lægri skattur á að vinda ofan af þessari þróun. Virðisaukaskattur á veitingum í Frakklandi var lækkaður úr  tæpum tuttugu prósentum niður í 5,5 þann 1. júlí sl. Fyrir matargesti jafngildir þetta verðlækkun á  hádegismatseðli um eina til tvær evrur en þriggja rétta hádegisverður  á hefðbundnum veitingastöðum í París kostar yfirleitt 10 til 15 evrur.

Samtök veitingamanna hafa heitið því að þessar breytingar skili sér í verðlagi en sumir efast um heilindi þeirra og telja að skammtarnir muni minnka að sama skapi.

 

Bookmark and Share