9 ráð til að létta farangurinn

 

5. Þvottur

Þó ferðalagið taki lengri tíma en eina viku er óþarfi að pakka fleiri fötum en mælt er með hér að ofan. Þess í stað má nota þvottaþjónustu hótelsins eða spara sér peninginn og handþvo fötin í baðvaskinum. Munið þá eftir þvottaefni í litlum umbúðum. Það er vissara að reikna með að fötin þurfi tvo daga til að þorna inn á hótelherberginu.

6. Búa til lista

Áður en byrjað er að pakka er útbúinn listi með öllu því sem á að fara með. Engar breytingar eru gerðar á honum eftir að pökkun hefst. Þannig eru engar líkur á að við tökum fernar buxur með okkur í helgarferðina.

7. Minni umbúðir

Það sparar mikið pláss að skilja sjampóbrúsa og ilmvatnsglös eftir heima en setja innihaldið í staðinn í minni umbúðir. Prufur af ilmvötnum og kremum, sem lítið fer fyrir, má fá í næstu snyrtivörubúð eða í fríhöfnum. Snyrtivörutaskan þarf því ekki að taka svo mikið pláss.

8. Yfirhafnir

Það er best að vera í yfirhöfnum á ferðalaginu í stað þess að setja þær ofan í tösku. Þannig sparast mikið pláss.

9. Yfirsýn

Þegar allt það sem á listanum er hefur verið tekið út úr skápum er best að láta það á rúmið eða gólfið. Þá fæst góð yfirsýn yfir farangurinn áður en pökkunin hefst og ennþá er hægt að gera breytingar. Ef við byrjum strax að setja ofan í tösku er líklegt að við freistumst til að láta óþarfa hluti fylgja með. Sérstaklega ef taskan er ekki fullnýtt.


Þeir sem fylgja þessum ráðum ættu vonandi að komast hjá því að eyða óþarfa orku í að burðast með föt sem þeir aldrei nota en samt vera snyrtilegir til fara og klæddir á viðeigandi hátt.

Heimild: Berlingske Tidende

Bookmark and Share