Netsambandið dýrt

Það er í flestum tilfellum ódýrara að skoða Facebook og tölvupóstinn sinn á næsta netkaffihúsi í stað þess að fara á netið á hótelherberginu. Þetta er niðurstaða könnunnar sem starfsmenn dönsku ferðaskrifstofunnar Spies gerðu á vinsælum ferðamannastöðum við Miðjarðarhafið. Haft er eftir talsmanni Spies á epn.dk að hótelin rukki oft allt að sex evrur, rúmar 1000 krónur, fyrir klukkutíma netsamband. Sami tími kostaði á bilinu 1,5 til 5 evrur á þeim netkaffihúsum sem Spies kannaði.

 

Bookmark and Share