Nýir seðlar í Danmörku

Nýir fimmtíu króna seðlar hafa tekið gildi í Danmörku. Þetta er fyrsti seðillinn í röð nýrra peningaseðla í landinu. Þeir sem eiga gamla seðla heima sem borga áttu fyrir smurbrauð í næstu Kaupmannahafnarferð þurfa ekki að örvænta enda gilda þeir gömlu áfram. Reyndar er það svo að danski seðlabankinn skiptir allri danskri mynt sem sleginn er eftir seinna stríð.

Á framhlið nýju peningaseðlanna eru teikningar af brúm en fornmunir, sem fundist hafa í nágrenni við þessar brýr, verða á baksíðu. Lista- og vísindamenn prýða framhliðar gömlu seðlanna sem gefnir voru út árið 1997.

Hvað má gera fyrir fimmtíu danskar krónur í Kaupmannahöfn:

Borða eitt mjög gott smurbrauð á Aamanns

Kaupa tvær góðar smurbrauðssneiðar á Centrum Smørrebrød 

Kaupa tvær pylsur með öllu á Kongens Nytorv

Fá gott kaffi og croissant á The Laundromat Café og fá 11 krónur til baka

Drekka tvo bjóra á Bo Bi Bar, sem er kannski þekktasti bar borgarinnar


Túristi – Nýtt efni

Verslað í rólegheitum í London

Verðið lækkar á frönskum veitingahúsum

Barcelona – Vegvísir

 

 

Bookmark and Share