Ódýrustu hótelin í Bretlandi

Það er flogið til fimm breskra borga frá Íslandi og það eru því margir sem leggja leið sína þangað. Hér má gera einfaldan verðsamanburð á gistingu í Bretlandi.

Fimmta hver þota sem hefur sig til flugs í Keflavík er á leið til London og það er líka boðið upp á nokkur flug í viku til Bristol, Edinborgar, Glasgow og Manchester.

Með þessari leitarvél er hægt að gera verðsamanburð á gistingu á Bretlandi og bóka hagstæðasta kostinn. Athugið að það má þrengja leitina eftir stjörnum, einkunnum gesta, verði og staðsetningu.


Hér eru nokkrar hótelkeðjur í ódýrari kantinum. Með því að smella á hótelnöfnin er hægt að gera verðsamanburð á hótelum hvers fyrirtækis fyrir sig.

Travelodge – Þessi látlausu hótel eru út um allt Bretland og verðið hækkar þeim mun meira miðsvæðis gististaðirnir eru.
Premier Inn – Önnur ódýr hótelkeðja en aðeins dýrari en Travelodge.
Jurys Inns – Hér er aðbúnaðurinn töluvert betri en á Premier Inn og Travelodge. Ódýrustu verðin í London eru 79 pund fyrir eina nótt.
Tune Hotels – Nýleg útibú malasískrar hótelkeðju í höfuðborg Bretlands sem hefur það að markmiði að bjóðar einnar stjörnu þjónustu en fimm stjörnu rúm.

SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU Í LONDON