Svefn frekar en kynlíf á hótelinu

Góður svefn skiptir hótelgesti meira máli en að stunda kynlíf. Þetta er niðurstaða árlegrar könnunar Westin hótelkeðjunnar meðal viðskiptavina sinna.

Þegar könnunin var lögð fyrir hótelgesti í fyrsta sinn, fyrir tíu árum, svaraði 31 prósent að svefn væri forgangsatriði en í ár var hlutfallið 51 prósent. Þá kom einnig fram að stærsti hluti gestanna hafði sofið frekar illa. Áhyggjur af peningum spillti svefni flestra en aðrir kenndu símanum um ófullnægjandi hvíld. Enda eru margir vanir því að hafa símann á náttborðinu og láta hann gefa frá sér hljóð í hvert skipti sem tölvupóstur eða skilaboð berast. Það er því kannski ekki að undrast að 42 prósent gesta sögðust frekar hefðu kosið svefnpillu á koddann en súkkulaðimolann sem beið þeirra þegar þeir tékkuðu sig inn á hótelið.

Hátt í þrettán þúsund hótelgestir í ellefu löndum tóku þátt í könnuninni.

Nýtt efni : Mýrin hefur margt að bjóða

 

 

Bookmark and Share