Bjór, pylsur og hópsöngur í hálfan mánuð

Þröngt á þingi á OktóberfestOktóberfest hefst í Munchen, Þýskalandi, á morgun og stendur yfir til 4. október. Er búist við að rúmlega sex milljónir manns muni mæta á hátíðina og hver um sig drekka, að meðaltali, rúman lítra af bjór. Hátíðin er haldin í 176. skiptið og hefur getið af sér fjölda eftirlíkinga út um allan heim.

Bjórinn er í aðalhlutverki á Októberfest og hann er borinn fram í stórum og sterklegum krúsum. Enda ekki vanþörf á þar sem gestirnir skála hraustlega við hvorn annan á milli þess sem þeir syngja við undirleik blásturssveita. Stemmingin á Októberfest er því óhefluð og ekki fyrir hvern sem er.

Hátíðin nýtur mikilla vinsælda og heimamenn eru fyrir löngu búnir að panta sér borð í vinsælustu veitingatjöldunum. Þeir sem ætla að mæta upp á von og óvon ættu því að leggja leið sína á svæðið snemma dags til að auka líkurnar á að fá gott sæti. Byrjað er að dæla bjórnum klukkan tíu á morgnana en níu um helgar. Flest tjöldin loka um ellefu leytið á kvöldin.

Einn lítri af bjór á hátíðinni kostar 8,3 til 8,6 evrur eða um 1500 krónur.

 

Bookmark and Share