Byggja stærsta hótel Noregs

Royal Christiania hótelið verður stærsta hótel Noregs eftir stækkunina. Mynd:Choice Hotels

Það verða 850 herbergi á Royal Christiania hótelinu í Ósló þegar framkvæmdum við stækkun þess líkur eftir fimm ár.

Hótelið verður þá langstærsta hótel borgarinnar með tæplega tvö hundruð fleiri herbergi en Plaza hótelið sem er það stærsta í dag. Royal Christiania var opnað skömmu fyrir vetrarólympíuleikana 1952 og er í eigu Choice hótelanna.

Í fréttatilkynningu vegna málsins er haft er eftir eiganda hótelkeðjunnar að næsta markmið fyrirtækis síns sé að verða stærst sinnar tegundar í Ósló. En keðjan er sú stærsta í Skandinavíu og hefur fjárfest mikið í hótelrými í Stokkhólmi síðustu misseri.

Áætlaður kostnaður við stækkun hótelsins er 350 milljónir norskra króna eða um sjö og hálfur milljarður íslenskra króna. Það er eigandi hótelbyggingarinnar sem stendur að baki framkvæmdunum en Choice keðjan hefur gert tuttugu ára leigusamningi við eigandann.


Nóttin kostar fimmtíu þúsund krónur

Royal Christiania er mjög fínt hótel í miðborg Óslóar. Stuttan spöl frá aðalgötu borgarinnar, Karl Jóhannsgötu sem konungshöllin stendur við. Nóttin á ódýrasta tveggja manna herbergi hótelsins kostar rúmar fimmtíu þúsund íslenskar krónur.


Heimasíða Clarion Hotel Royal Christiania.

Bookmark and Share