Kaffið er betra í Róm en Mílanó

Ítalir eru rómuð kaffiþjóð og sumum þykir aðeins kaffið sem þaðan kemur vera boðlegt. Metnaðurinn í stétt kaffibarþjóna landsins er mikill og því er kaffisopinn næstum því alls staðar góður. Meira að segja á slöppustu kaffihúsunum.

Á hverju ári stendur tímaritið Autoconsumo fyrir könnun á því hvort espressó-ið sé betri í Róm eða Mílanó. Í ár báru Rómverjar sigur úr býtum og kaffihúsið Caffé Colonna var valið það besta í borginni. En tíu kaffihús á hvorri borg fyrir sig komast á sérstakan heiðurslista Autoconsumo þegar niðurstöður könnunarinnar eru birtar.
Þeir sem eiga leið um Róm og langar í kaffi ættu því að ganga að gæðunum vísum á Caffé Colonna í Galleria Sordi við Piazza Colonna.


Þýðing á helstu kaffidrykkjunum sem finna má á kaffihúsum Ítalíu:

Espresso : Eða Caffe eins og heimamenn kalla það. 3 oz (88 ml) af sterku kaffi, með bronslitaðri froðu.
Doppio : Tvöfaldur espresso
Ristretto: Espressó með minna vatni og blandan er því ennþá sterkari.
Lungo eða Caffe Americano: Bragðminni espressó enda blandaður með meira vatni en hefðbundinn espressó.
Macchiato: Espressó með örlítlu magni af heitri mjólk ofan á.
Corretto: Espressó með smá áfengi. Oftast grappa, koníaki eða sambuca..
Cappuccino: Espressó með mjólk. Jafn mikið magn af espressó, heitri mjólk og mjólkurfroðu.
Cappuccino scuro: Cappuccino með minni mjólk en hefðbundinn Cappuccino.
Cappuccino chiaro: Cappuccino með meiri mjólk en hefðbundinn en þó minni mjólk en í Caffe Latte.
Caffe’ latte: Espressó með meiri mjólk en cappuccino en aðeins lítið magn af froðu. Á Ítalíu er Latte helst drukkið á morgnana.
Latte macchiato: Espressó er bætt útí heita mjólk.

Heimild: www.lifeinitaly.com