Vatnið þrisvar sinnum dýrara en bjórinn

Frá Gardermoen flugvelli í OslóFarþegar á leið frá Osló ættu að svala þorsta sínum áður en þeir fara í gegnum öryggishliðið á Gardermoen flugvelli. Því í brottfararsalnum kostar lítil vatnsflaska nítján norskar krónur eða 400 íslenskar krónur. Þetta er þrisvar sinnum hærri upphæð en lítill Ringnes bjór kostar í fríhafnarversluninni. Samkvæmt frétt Aftenposten í Noregi er þessi verðlagning afleiðing útboðs á verslunarrekstri í húsinu þar sem einn aðili fékk einkaleyfi á sölu á vatni í flöskum.

Framkvæmdastjóri verslunarinnar segir í viðtali við blaðið að vatnið kosti það sama hjá sér og í miðborg Oslóar. Hann bendir ennfremur á að fólk geti fengið vatnið frítt með matnum sínum á matsölustöðunum á flugvellinum. Fram kemur í fréttinni að það verð sem verslunareigandinn miðar við sé það hæsta sem finnist í miðborg Oslóar.

Norsk yfirvöld höfnuðu nýverið beiðni frá öðrum aðila um sölu á vatnsflöskum í brottfararsalnum „af tillitssemi við farþega”.

Nýtt efni: 

                      

9 ráð til að létta farangurinn          Mýrin hefur margt að bjóða

 

Bookmark and Share