Samfélagsmiðlar

Bestu hótelsundlaugar í heimi

Það getur verið mikill kostur að búa á hóteli með sundlaug. Sérstaklega þegar heitt er í veðri. Ferðatímaritið Budget Travel birti nýverið lista yfir þær hótelsundlaugar sem skara fram úr í heiminum. Eins og gefur að skilja er gistingin dýr á öllum þessum hótelum.


Park Hyatt, Tokyo, Japan

Þetta glæsilega hótel í höfuðborg Japans varð heimsfrægt í kjölfar vinsælda myndarinnar Lost in translation. Hótelsundlaugin kemur þar við sögu en báðar aðalpersónur myndarinnar drepa tímann í Tókýó með því að dýfa sér útí. En það er ekki þess vegna sem sundlaugin kemst á lista Budget Travel heldur vegna útsýnisins. Laugin er á fertugustu og sjöundu hæð og frá bakkanum er útsýnið yfir borgina stórbrotið að degi til og ekki síðra þegar skyggja tekur enda á ljósadýrðin í Tókýó fáar sína líka.

San Alfonso Del Mar, Algarrobo, Chile

Það er aðeins á færi bestu sundmanna að synda fleiri en tvær ferðir í þessari laug. Það er nefnilega einn kílómetri milli bakkanna og hún mun vera stærst sinnar tegundar samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Boðið er uppá bátsferðir á þessu sérstaka mannvirki sem fyllt er með upphituðum sjó.


Hótel Caruso Belvedere, Ravello, Ítalíu

Útsýnið yfir ægifagra Amalfi strandlengjuna kemur þessari sundlaug á listann. Rúsínan í pylsuendanum eru rómverskar rústir sem standa við sundlaugarbakkann.

TENGT: Kaffið er betra í Róm en í Mílanó


Umaid Bhawan Palace, Jodhpur, Indlandi

Í þessari fyrrum konungshöll deila hótelgestir sundaðstöðunni með prinsinum af Jodhpur. Prinsinn tekur víst ósjaldan sundsprett á milli kertanna og rósarblaðanna sem fljóta á yfirborðinu. Af þessu skrauti að dæma er sennilega ekki gert ráð fyrir miklum buslugangi í lauginni.


Viceroy, Miami, Bandaríkjunum

Í Miami er úrvalið af íburðarmiklum sundlaugum mikið en Viceroy slær allt annað út að mati Budget Travel. Þar er meðal annars að finna sundlaug á stærð við amerískan fótboltavöll og áttatíu manna nuddpotti.

InterContinental, Hong Kong

Hér eyða sundgestir hótelsins tímanum með höfuðið á bólakafi. Ástæðan er tónlistin sem heyrist aðeins þegar kafað er undir yfirborðið. Á hótelinu eru þrjár sundlaugar, tvær heitar og ein köld.


Golden Nugget, Las Vegas, Bandaríkjunum

Hér nær ruglið í Las Vegas sennilega hæstu hæðum því í miðri sundlauginni, við Golden Nugget hótelið, er glerbúr fullt af hákörlum. Sundlaugargestir geta því komist eins nálægt þessum skepnum og hægt er án þess að kveðja þennan heim.


Quincy Hótel, Singapúr

Hótelsundlaug á tólfu hæð í frammúrstefnulegri byggingu. Gott útsýni eins og gefur að skilja og á kvöldin er vatnið þannig upplýst að laugin glóir og sést langar leiðir.


Al Bustan Palace InterContinental Muscat, Muttrah, Óman

Það segir töluvert um íburðin á þessu hóteli að við sundlaugina eru sérstakir einkaþjónar sem aðeins sinna þörfum sundlaugargesta. Sundlaugin er gríðarstór og í henni eru nokkrar litlar eyjar skreyttar pálmatrjám.


Anantara Koh Samui Resort & Spa, Samui, Taílandi

Sundlaug við Anantara Koh virðist engan endi taka.  Mynd: Samui AnantaraSundlaugargestir hafa það á tilfinningunni að þeir geti synt endalaust áfram því hafið virðist taka við þar sem sundlauginni sleppir. Bakki laugarinnar er svo skreyttur með risavöxnum styttum.

 

 

 

 MEIRA: Skíðaferð til útlanda á gamla genginu

Bookmark and Share

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …