Samfélagsmiðlar

Bestu krárnar í London

Mynd: Visit LondonFerðalag til Bretlands verður varla fullkomnað nema með heimsókn á barinn. Bæði til að upplifa stemninguna og bragða á veitingunum. Ný bók auðveldar ókunnugum að finna bestu krárnar í borginni.

Hinn sænski Kirster Larsson tók upp á því á ferðalögum sínum til London að senda vinnufélögunum heima í Lundi lýsingar af þeim börum sem honum þótti mest til koma í höfuðborg Bretlands. Mörgum heimsóknum síðar átti hann efni í heila bók. Bókin heitir einfaldlega London-En Pubguide og kom út í haust.

Í viðtali við Sænska dagblaðið listar Larsson upp þá tíu bari sem honum þykir skara framúr í London. Hann tekur fram að gæði bjórsins ræður ekki hvar á listanum krárnar lenda heldur stemningin sem þar ríkir og saga staðanna.

Tíu bestu krárnar:

The Windsor Castle. ”Gamall, slitinn, dimmur með tréinnréttingum og enginn mjúkur sofi innan seilingar“. 114 Campden Hill Road, Kensington.

The Prince Alfred. ”Svokallaðir snobbskermar skilja að starfsfólkið og viðskiptavinina. Stórkostlegir gluggar”. 2 A Formosa Street, Maida Vale.

The Warrington Hotel. ”Stórfenglegar art nouveau innréttingar með upplýstum kúplum”. 93 Warrington Crescent, Maida Vale.

The Princess Louise. ”Mjög fallegt loft, útskornir speglar og trégólf þegar ég var þar síðast. En staðurinn var nýlega gerður upp. Herrasalernið er mjög sérstakt með grindum á gólfinu”. 208 High Holborn, Smithfield.

Ye Olde Mitre Tavern. ”Einn best faldi barinn í borginni.” Ely Court, Ely Place, Smithfield.

The Dove. ”Minnsti barinn í Englandi að sögn Heimsmetabókar Guinness. Alvöru fljótarpöbb sem liggur við Thames”. 19 Upper Mall, Hammersmith.

Argyll Arms. ”Við Oxford neðanjarðarlestarstöðina. Þar eru þil milli borða, speglar og steindir gluggar og allt heila klabbið. Vel staðsettur” 18 Argyll Street, Oxford Street.

The Red Lion. ”Eins og að ganga inn í speglasala. Einn minnsti barinn í London”. 2 Duke of York Street, S:t James’s.

The Blackfriars. ”Vel staðsettur við Fleet Street. Sérstakur að því leyti að hann er klæddur með marmara að innan”. 174, Queen Victoria Street, Fleet Street.

The Mayflower. ”Mjög vel varðveittur bar.” 117 Rotherhithe Street, Bermondsey.


Að sögn Larssons er þjórfé algjörlega óþarft á breskum börum. Þetta ráð getum við Íslendingar tekið sem gilt, alla vega rétt á meðan gengið er eins og það er.

MEIRA: Ódýrustu hótelin í Bretlandi

 

Bookmark and Share

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …