Samfélagsmiðlar

Bestu krárnar í London

Mynd: Visit LondonFerðalag til Bretlands verður varla fullkomnað nema með heimsókn á barinn. Bæði til að upplifa stemninguna og bragða á veitingunum. Ný bók auðveldar ókunnugum að finna bestu krárnar í borginni.

Hinn sænski Kirster Larsson tók upp á því á ferðalögum sínum til London að senda vinnufélögunum heima í Lundi lýsingar af þeim börum sem honum þótti mest til koma í höfuðborg Bretlands. Mörgum heimsóknum síðar átti hann efni í heila bók. Bókin heitir einfaldlega London-En Pubguide og kom út í haust.

Í viðtali við Sænska dagblaðið listar Larsson upp þá tíu bari sem honum þykir skara framúr í London. Hann tekur fram að gæði bjórsins ræður ekki hvar á listanum krárnar lenda heldur stemningin sem þar ríkir og saga staðanna.

Tíu bestu krárnar:

The Windsor Castle. ”Gamall, slitinn, dimmur með tréinnréttingum og enginn mjúkur sofi innan seilingar“. 114 Campden Hill Road, Kensington.

The Prince Alfred. ”Svokallaðir snobbskermar skilja að starfsfólkið og viðskiptavinina. Stórkostlegir gluggar”. 2 A Formosa Street, Maida Vale.

The Warrington Hotel. ”Stórfenglegar art nouveau innréttingar með upplýstum kúplum”. 93 Warrington Crescent, Maida Vale.

The Princess Louise. ”Mjög fallegt loft, útskornir speglar og trégólf þegar ég var þar síðast. En staðurinn var nýlega gerður upp. Herrasalernið er mjög sérstakt með grindum á gólfinu”. 208 High Holborn, Smithfield.

Ye Olde Mitre Tavern. ”Einn best faldi barinn í borginni.” Ely Court, Ely Place, Smithfield.

The Dove. ”Minnsti barinn í Englandi að sögn Heimsmetabókar Guinness. Alvöru fljótarpöbb sem liggur við Thames”. 19 Upper Mall, Hammersmith.

Argyll Arms. ”Við Oxford neðanjarðarlestarstöðina. Þar eru þil milli borða, speglar og steindir gluggar og allt heila klabbið. Vel staðsettur” 18 Argyll Street, Oxford Street.

The Red Lion. ”Eins og að ganga inn í speglasala. Einn minnsti barinn í London”. 2 Duke of York Street, S:t James’s.

The Blackfriars. ”Vel staðsettur við Fleet Street. Sérstakur að því leyti að hann er klæddur með marmara að innan”. 174, Queen Victoria Street, Fleet Street.

The Mayflower. ”Mjög vel varðveittur bar.” 117 Rotherhithe Street, Bermondsey.


Að sögn Larssons er þjórfé algjörlega óþarft á breskum börum. Þetta ráð getum við Íslendingar tekið sem gilt, alla vega rétt á meðan gengið er eins og það er.

MEIRA: Ódýrustu hótelin í Bretlandi

 

Bookmark and Share

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …