Betra loft um borð

Flestir flugfarþegar hafa sennilega einhvern tíma stígið frá borði sannfærðir um að kvefaði maðurinn í næstu sætaröð hafi smitað þá og að fríið, sem er rétt að hefjast, sé ónýtt. Enda þykjumst við vita að loftið í farþegarýmum flugvéla sé langt frá því að vera heilsubætandi fjallaloft. Lyktin getur líka verið pirrandi jafnvel þó miðstöðvar vélarinnar séu á fullu alla leiðina.

Nú er hins vegar útlit fyrir að þessi óþægindi heyri sögunni til því samkvæmt frétt á vef VG hafa tilraunir á nýjum lofthreinsibúnaði fyrir flugvélar gefið góða raun. Kerfið kallast AirManager og byggir það á tækni sem meðal annars er notuð á sjúkrahúsum í Bretlandi.

Fyrir utan það að hreinsa loftið og drepa bakteríur mun nýja kerfið einnig spara flugfélögum eldsneyti því ekki þarf að keyra miðstöðvar flugvéla af jafn miklum krafti og gert er í dag.

MEIRA: Ódýrt í hádeginu við Strikið

Bookmark and Share