Borguðu hundrað þúsund fyrir morgunmat

Óheiðarlegir veitingamenn eru plága í Róm og fréttir af svindli þeirra á ferðamönnum voru daglegt brauð í ítölskum fjölmiðlum í sumar.

Ítölsk stjórnvöld sjá sig því neydd til að skerast í leikinn til að rétta við orðspor borgarinnar. Enda segir það sig sjálft að draga mun úr heimsóknum ferðamanna til höfuðborgarinnar ef það verður regla, fremur en undantekning, að reikningurinn fyrir matinn verði miklu hærri en fram kemur á matseðlinum.

Eitt grófasta dæmið um svindl af þessu tagi er reikningur sem japönsk hjón fengu fyrir morgunmat á veitingastaðnum Il Passetto í sumar. Hann hljóðaði upp á hundrað þúsund íslenskar krónur samkvæmt ferðavef Berlingske Tidende. Einnig eru dæmi til um ferðamenn sem gáðu ekki að sér og borguðu rúmar fimmtán hundruð krónur fyrir ís, 3500 fyrir bjórglas og fimmþúsund krónur fyrir óspennandi fordrykk. 

Talsmaður eftirlitsstofnunarinnar sem hefur með þennan málaflokk að gera mælist til að ferðamenn láti lögregluna vita ef á þeim er svindlað.

Tengt: Kaffið er betra í Róm en í Mílanó

 

Bookmark and Share