Krefjast ódýrari bjórs í skíðabrekkum

Bretar eru þjáningabræður okkar þegar kemur að gengi gjaldmiðla. Breska pundið hefur látið verulega á sjá undanfarin misseri og ferðagleði Breta hefur því minnkað til muna.

Til að minnka líkurnar á að skíðatímabilið fari í súginn hafa breskar ferðaskrifstofur stillt eigendum skíðaaðstöðunnar á  Les Trois Vallées svæðinu upp við vegg. Krefjast þeir þess að eigendurnir beiti sér fyrir verulegri lækkun á mat og drykk á svæðinu. Ef ekki verður orðið við þessum kröfum telja þeir víst að Bretar muni sniðganga þetta vinsæla franska skíðasvæði í ár. Þetta kemur fram á vef Times.

Ein af tillögunum gengur út á að hálfur lítri af bjór megi ekki kostar meira en fjóra og hálfa evru. Það jafngildir rúmlega 800 íslenskum krónum.

Bréf verður sent út til veitingamanna á svæðinu á næstunni þar sem þeim verður gert grein fyrir vandanum sem Bretarnir standa frammi fyrir. Í kjölfarið kemur í ljós hversu langt Frakkar eru til í að teygja sig til að halda í breska skíðakappa.

{loadposition denver}

TENGT EFNI: Skíðaferð á gamla genginu