Flugtilboðum rignir yfir Dani

Samkeppnin um farþegana er hörð í Danmörku og flugmiðarnir eru á útsöluprís. Hvert sem ferðinni er heitið á næstu misserum er líklega hagstæðast að fljúga í gegnum Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn.

Í morgun hófst útsala stærsta flugfélags Danmerkur, SAS. Þar er hægt að kaupa ódýra miða til flestra áfangastaða félagsins í Evrópu, Asíu og Ameríku. Í hádeginu hélt svo forstjóri Norwegian flugfélagsins blaðamannafund í Kaupmannahöfn og tilkynnti að félagið ætlaði sér að stórauka framboðið á flugsætum innanlands og utan. Í tilfefni af því bjóðast nú sætin á þessa nýju áfangastaði ódýrt eða á 199 danskar krónur, aðra leiðina. 

En þar með er ekki öll saga sögð því Transavia og Cimber Sterling taka einnig þátt í þessum leik og bjóða lág verð, t.d. í sólina á Kanarí eða skíðabrekkurnar í Ölpunum.

 

MEIRA: Bestu krárnar í London