Nátturuhamfaragarður í Malmö

Ferðamenn geta upplifað jarðskjálfta, flóð og eldgos í Malmö eftir nokkur ár ef áform um einskonar skemmtigarð í borginni verða að veruleika. Borgaryfirvöld leita að einkaaðilum sem eru tilbúnir til að byggja og reka garðinn í suðurhluta borgarinnar.

Eksploria á garðurinn að heita og þar verður fókusað á nátturuna frá mörgum ólíkum sjónarhornum. Er vonast til að ferðamönnum á Skáni, syðsta hluta Svíþjóðar, muni fjölga um sex prósent þegar hann opnar eftir fimm ár.

Eksploria á að veita þekktustu skemmtigörðunum í nágrenni við Malmö, Tívolí í Kaupmannahöfn og Liseberg í Gautaborg, verðuga samkeppni.

Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er einn og hálfur til tveir milljarðar sænskra króna samkvæmt vef Øresunddirektbusiness.

MEIRA: Vinsælir jólamarkaðir í Evrópu

 

Bookmark and Share