Púðursnjór í norskum skíðabrekkum

Skíðavertíðin hefst í Noregi um helgina. Nokkuð fyrr en venjulega. Skíðafærið er mjög gott samkvæmt nýjustu fréttum frá Noregi og brekkurnar í Hemsedal eru þakktar fallegum púðursnjó (sjá vefmyndavél svæðisins). Reyndar þurfa skíðaáhugamenn í Hemsedal ekki að óttast hlýindi því forsvarsmenn svæðisins lofa skíðasnjó frá 13. nóvember til 2. maí í fimm kílómetra löngum brekkunum. Þetta loforð gildir einnig á mörgum öðrum skíðasvæðum í landinu. Á heimasíðu ferðamálaráðs Noregs er að finna góðar upplýsingar þau fjölmörgu skíðasvæði sem finna má í landinu. Flest þeirra eru í suðurhlutanum og því aðeins í nokkurra tíma akstursfjarlægð frá Gardermoen flugvelli. En þangað fljúga SAS og Icelandair í allan vetur.

MEIRA: Krefjast ódýrari bjór í skíðabrekkum   Skíðaferð til útlanda á gamla genginu

 

Bookmark and Share