Samfélagsmiðlar

Vinsælir jólamarkaðir í Evrópu

Um helgina fyllast miðbæir evrópskra borga af sölutjöldum, kórum og jólaskrauti. Það er löng hefð fyrir jólamörkuðum á meginlandinu og vinsældir þeirra hafa ekki dvínað þrátt fyrir tilkomu verslunarmiðstöðva. Enda þykir sennilega flestum jólalegra að ganga um fallega skreytta miðborg en risavaxið verslunarhús. Túristi vísar veginn að nokkrum klassískum evrópskum jólamörkuðum:

Berlín

Í Þýskalandi finnst varla byggt ból þar sem ekki er jólamarkaður í desember. Höfuðborgin er þar engin undantekning og nokkrir markaðir í boði. Weihnachts Zauber auf dem Gendarmenmarkt hefur skapað sér sérstöðu vegna góðgætisins sem þar eru til sölu. Við hið fallega Gendarmenmarkt torg rís hvít tjaldbúð þar sem alls kyns matur og drykkur er til sölu en einnig hefðbundin varningur eins og jólaskraut. Markaðurinn fer fram á Gendarmenmarkt og er opinn frá klukkan klukkan ellefu á morgnana og fram til klukkan tíu á kvöldin. 

Brussel

Á þriðja hundruð sölutjöld rísa í nágrenni við La Bourse í miðborg Brussel í jólamánuðinum. Gestir Plaisirs d’Hiver markaðarins geta þar skoðað ýmsan varning, skellt sér á skauta eða í Parísarhjól. Veitingarnar eru örugglega ekki af lakara taginu enda Brussel rómuð fyrir góðan mat og framúrskarandi bjór. Á hverju ári sækir markaðurinn innblástur í menningu eins lands og í ár varð Mongólía fyrir valinu. Opið alla daga fram til 3. janúar. Frá hádegi fram til klukkan níu á virkum dögum en til kl. 22 um helgar.

London

Á Borough markaðinum er maturinn í hávegum hafður. Í desember fyllast sölubásarnir af fyrsta flokks hátíðarmat sem narta má í á staðnum eða taka með sér heim. Samlokur með jólaskinku og heimalöguðu chutney eru dæmi um það lostæti sem borið er á borð þessum markaði. Þar er einnig á til sölu sýnishorn af hátíðarréttum víðsvegar að og geta þeir sem vilja krydda jólahaldið hér heima tekið með sér krukkur og dósir. Borough markaðurinn er opinn fimmtudaga til laugardaga. Frá hádegi til kl. 17 á fimmtud. en til 18 á föstudögum. Á laugardögum frá átta til klukkan fimm.

TENGT EFNI: Vegvísir – London

Kaupmannahöfn

Tívolí í Kaupmannahöfn hýsir vinsælasta jólamarkað Dana. Litlir huggulegir kofar eru á víð og dreif um garðinn þar sem seldar eru bolsíur, lakkrís og alls kyns jóladót. Leiktækin eru einnig flest hver á fleygiferð og auðvitað er eins mikið af jólaglöggi og eplaskífum og gestirnir geta í sig látið.
Jólamarkaðurinn í Kristjaníu er líka vinsæll meðal borgarbúa enda er varningurinn sem þar er til sölu þar ekki eins hefðbundinn og í Tívolí.
Það er opið í Tívolí frá morgni og fram til tíu og ellefu á kvöldin. Þangað kostar 95 danskar krónur inn en 45 fyrir börn.

TENGT EFNI: Vegvísir – Kaupmannahöfn

Malmö

Svíar standa nágrönnum sínum hinum megin við Eyrarsundið mun framar þegar kemur að jólastemmingu. Í Malmö hefst gleðin á fyrsta sunnudegi í aðventu og stendur yfir fram á Þorláksmessu. Miðbærinn er fallega skreyttur og út á torgum standa tjöld og kofar þar sem selt er bakkelsi og smáréttir sem koma heimamönnum í jólaskap. Á stöku stað má líka finna glaseygða eldri menn í voldugum pelsum sem bjóða gestum og uppá jólaglögg. Þann þrettánda desember leggur Lúsíu hátíðin undir sig götur og torg borgarinnar.
Opið frá ellefu til kl. 18 alla daga aðventunnar.

París

Við hinn nýja sigurboga, La Defense, í París bjóða jólakaupmenn borgarinnar til sölu jólagjafir og skraut. Dúkkuleikhús, jólasveinn og snjókarlar sjá um skemmtiatriðin fyrir börnin.
Markaðurinn er opinn fram yfir jól frá klukkan ellefu til hálf átta á kvöldin nema til kl. 21 á föstudögum og laugardögum.

TENGT EFNI: Vegvísir – París


Vínarborg

Þeir eru hámenningarlegir Vínarbúar þegar kemur að jólamarkaðinum eins og Christkindklmarkt er til vitnis um. Risavaxinn aðventukrans er á ráðhústorginu miðju og þar í kring er margvíslegt fínerí til sölu sem nota má til að skreyta heima fyrir eða borða á staðnum. Börnin geta valið á milli þess að fara á bak á smáhestum eða láta hreindýr draga sig áfram í vagni.
Opið frá 14.nóvember og fram til jóla. Opið til frá kl. 10 til hálf tíu alla daga nema föstudag og laugardaga þegar opið er til kl. 22.

Hamborg

Það eru 2500 jólamarkaðir haldnir í Þýskalandi en Der Hamburger Weihnachtsmarkt er sá stærsti í norðurhluta landsins. Þar eru grillaðar bratwurstpylsur yfir opnum eldi og „lebkuchen“, þýskar hungangskökur ,seljast eins og heitar lummur. Auðvitað er líka hægt að kaupa jólaskraut og gjafir á svæðinu enda fjöldinn allur af sölutjöldum. Opið frá kl. 11 til níu á kvöldin (til kl. 22 um helgar) alla daga fram til 23. desember.

 

MEIRA: Bestu krárnar í London

 

Bookmark and Share

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …