Samfélagsmiðlar

Gott kaffi í Gautaborg

Eigendur kaffihússins da Matteo í Gautaborg hafa sett sér það markmið að bjóða uppá besta kaffið í Svíþjóð. Túristi tók hús á þeim nýverið og getur varla beðið eftir næstu heimsókn.

Það er afslappað andrúmsloft í miðborg Gautaborgar, annarrar stærstu borgar Svíþjóðar. Enda er bílaumferð haldið í lágmarki og sporvagnar sjá um að flytja fólkið á milli staða. Vagnarnir hafa yfir sér einhvern ævintýralegan blæ og helst af öllu vildi maður fá að vera einn í heiminum í smástund og setjast undir stýri.

Gangandi vegfarendum er líka gert hátt undir höfði í Gautaborg og um borgina liggja fjölmargar göngugötur þar sem nóg er af verslunum og kaffihúsum. Það er því mikið framboð af mat og drykk í miðbænum en þeir sem vilja vera öruggir með gott kaffi ættu að leita uppi Viktoriapassagen, litið, fallegt húsasund sem liggur milli tveggja verslunargata, Vallgatan og  Södra Larmgatan. En þar er da Matteo til húsa.

Á da Matteo er kaffið í aðalhlutverki enda hafa eigendurnir sett sér það markmið að selja besta kaffið í landinu. Með því er svo boðið uppá tilbúnar samlokur og sænskt bakkelsi í fyrsta klassa. Innréttingarnar eru einfaldar því barstólum er stillt upp við löng og mjó borð og ókunnungir sitja því hlið við hlið. Enda koma gestirnir koma ekki til að drepa tímann heldur í þeim tilgangi að fá sér virkilega gott kaffi og kannski að blaða í gegnum lókalblaðið, Göteborg Posten. Sumir gestanna koma meira að segja aðeins til að skella í sig einum espressó. Þannig kaffihúsagesti sér maður sjaldan hér heima.

Segja má að staðurinn sé hluti af nýrri bylgju kaffihúsa þar sem eigendurnir kaupa kaffið beint af framleiðendum, rista sjálfir og standa svo við kaffivélina og afgreiða viðskiptavinina. Og eiga sér ekki þann draum að opna kaffihús á bensínstöðvum og verslunarmiðstöðvum.

da Matteo er opið alla daga til kl. 19 en lokar klukkan fimm um helgar og er líka til húsa við Vallgata 5 sem er í stuttu göngufæri frá staðnum við Viktoriapassagen.

Túristi þorir ekki að fullyrða að kaffið á da Matteo sé það besta í Svíþjóð en gott er það.

Það eru fleiri góðir kaffibarir í Gautaborg:

Bar Italia (Prinsgatan 7) – Eins og nafnið gefur til kynna er kaffið ítalskt á þessum stað í Linnéstaden, skemmtilegu hverfi í útjaðri miðborgarinnar. 

Brunos Espresso (Postgatan 33) – Í nágrenni við hina risastóru verslunarmiðstöð, Nordstan býður Brúnó uppá gott kaffi.

Brogyllen Konditori (Västra Hamngatan 2) – Í þessu gamla, glæsilega bakaríi og kaffihúsi hanga kristalljósakrónur yfir kanelbollunum. 

NÝTT: Skautasvell í stórborgum

MYND: Túristi

 

Bookmark and Share

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …