Samfélagsmiðlar

Skautasvell í stórborgum

Skelltu þér á skauta í næstu borgarferð og gleymdu öllu um verðlausa krónu rétt á meðan þú dansar um svellið eða rembist við að standa í fæturna. 

Ferðabókaútgefandinn Lonely Planet birti nýverið lista yfir fallegustu skautasvell í heimi. Eins og gefur að skilja á New York sína fulltrúa á listanum enda hafa ófáar rómantískar kvikmyndasenur verið teknar upp á skautasvellinu við Rockefeller Center eða í Central Park.  London og París eiga líka sína fulltrúa á listanum.

Hér eru svellin sem Lonely planet mælir með að ferðamenn skelli sér út á:

New York

Í Central Park eru tvö skautasvell sem mælt er með, Wollman Rink og Lasker Rink. Það er opið alla daga á veturna og leiga á skautum kostar fimm og hálfan dollara. Fullorðnir borga rúma 6 dollara inná svellið en börn þrjá og hálfan.  Það er auðkýfingurinn og sjónvarpsstjarnan Donald Trump sem á klakann.

Þeir sem vilja heldur prófa að stíga á skauta við Rockefeller Center borga rúmlega fimmtán dollara fyrir herlegheitin. Það kostar hins vegar ekki neitt að renna sér á The Pond við Bryant Park enda borgar bankarisinn Citi reikninginn.

London

Fram til 10. janúar er hægt að skauta framhjá Tower of London. Það kostar 12 pund fyrir fullorðna en átta fyrir börn. Við Nátturusögusafnið er líka svell og hægt er að komast í Rockefeller Center stemningu við Canary Wharf. Í Hyde Park lokar hins vegar stuttu eftir áramót.

París

Við Hôtel de Ville kostar ekkert að slást í hóp franskra skautahlaupara og eins er hægt að stunda íþróttina við  Montparnasse.

Berlín

Við hið sérstaka Potsdamer Platz í höfuðborg Þýskalands er hægt að renna sér á skautum en þó aðeins fram til þriðja janúar. Berlín er mikil jólaborg og kjörinn áfangastaður fyrir Íslendinga enda er verðlagið þar miklu viðráðanlegra en í hinum stórborgunum.

MEIRA: Vegvísir um París og London

Bookmark and Share

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …