Ný lönd fyrir bakpokaferðalanga

 

Það er varla þverfótandi fyrir bakpokaferðalöngum í Taílandi og Ástralíu. Þetta setur strik í reikninginn hjá mörgum þeirra tilgangur ferðalagsins ekki að eyða dögunum með öðrum túristum heldur að kynnast landi og þjóð. Ævintýrablær ferðarinnar verður fyrir bragðið mun minni. Helsta ferðabók bakpokafólksins er Lonely planet og reyna útgefendur hennar að beina sjónum fólks að öðrum löndum þar sem margt er að sjá og ferðamenn standa ekki í röðum.

Hér eru löndin sem Lonely planet mælir með fyrir ferðalanga í leit að ævintýrum:

Mið-Ameríka: Guatemala, Nígaragúa og Hondúras eru þau lönd í þessum heimshluta sem höfundar Lonely planet eru hrifnastir af. Þar er hægt að upplifa margt af því sama og í Suður-Ameríku, t.d. eldfjöll, regnskóga og söguleg mannvirki. Stóri munurinn er hins vegar fjöldi ferðamanna því þeir eru miklu færri í Mið-Ameríku.

Kólumbía: Það hefur dregið verulega úr mannránum og glæpum í Kólumbíu. Heimamenn eru vingjarnlegir og ferðamönnum hjálplegir. Fjölbreytileikinn er líka mjög mikill; Amazon regnskógar, Andesfjöllin, karabískar strendur, eyðimerkur og fallegir nýlendubæir. 

Fiji, Tahíti og Rarotonga: Þrátt fyrir öflugan ferðamannaiðnað á þessum Kyrrahafseyjum er hægt að finna þar ódýra gistingu og mat fyrir þá sem ferðast fyrir lítið fé.

Filippseyjar: Besta geymda leyndarmál Asíu að mati Lonely Planet. Eyjarnar hafa upp á flest það sama að bjóða og Taíland og Víetnam nema ferðamannastrauminn. Verðlagið er einnig mjög hagstætt. Á Filippseyjum er landslagið víst ægifagurt og strendurnar óspilltar. 

Miðausturlönd: Jórdanía og Sýrland eru öruggustu löndin fyrir vestræna ferðamenn og því kjörinn áfangastaður fyrir þá sem vilja kynna sér menningu og sögu þessa hluta heimsins.

Óman: Menningararfur Ómans er mun merkari en nágrannaríkisins Dubai. Landslagið er líka fallegra og hægt er að fara í fjallgöngur eða kanna eyðimörkina. Óman er því landið til að heimsækja á Arabíuskaganum.

MEIRA: Skandinavískt sjarmatröll

Mynd: Túristi