Samfélagsmiðlar

Skandinavískt sjarmatröll

Einn af vinsælustu ferðamannastöðunum í Danmörku er Humlebæk á Norður-Sjálandi. Þessi litli bær er heimavöllur Louisiana nýlistasafnsins sem nýtur mikilla vinsælda meðal Dana og ferðamanna. Það er því líklegt að einhverjir Íslendingar eigi eftir að leggja á sig klukkutíma ferðalag í norður frá Kaupmannahöfn í ár til að njóta þess sem safnið hefur uppá að bjóða.

Dagskrá Louisiana í ár var nýlega opinberuð og er hún fjölbreytt að venju. Það er hins vegar staðreynd að fyrir marga er það staðurinn sjálfur sem hefur mesta aðdráttaraflið en listmunirnir eru í aukahlutverki.

Litríkt vor

Í byrjun febrúar opnar vorsýning hússins, Farven í Kunsten. Þar verða til sýnis listaverk eftir Matisse, Míró, Kandinsky og fleiri. Verkin eru fengin að láni úr einu stærsta einkasafni heims og verða meira en hundrað listmunir til sýnis. Þann fjórða júní opnar svo sýning þar sem blandað er saman verkum eftir Andy Warhol og Edvard Munch. Sá fyrrnefndi er betur þekktur fyrir að fókusa á það ytra á meðan Munch var heillaður af sálarlífinu. Þrátt fyrir þennan mikla mun hafa leiðir þeirra í listinni margoft legið saman, t.d. notuðust þeir báðir við grafík í verkum sínum og Warhol sótti í smiðju Munch í listsköpun sinni. Fram kemur í fréttatilkynningu að tilgangurinn með sýningunni sé meðal annars að sýna fram á að Warhol hafi ekki verið eins yfirborðskenndur og hann er sagður hafa verið og Munch, að sama skapi, ekki eins djúpur. Hvað sem þessum vangaveltum líður er næsta víst að allir njóta þess að setjast að snæðingi í kaffiteríunni. Maturinn og útsýnið þaðan svíkur engann.

Þrjár aðrar sýningar verða í boði í ár, þar á meðal ein síðsumars þar sem hugverkum tískuhönnuða eru gerð skil. Sú sýning hefur þann frumlega titil, Fashion and Art.

Barnvænt

Það eru fæst börn til í að eyða miklum tíma í að horfa á listaverk. Blessunarlega er þessi skortur á áhuga barnanna engin fyrirstaða heimsóknar því á Lousiana er þriggja hæða leikherbergi fyrir börn þar sem þau geta málað, leirað, klippt og kubbað eins og þau lystir.

Lousiana er opið þriðjudaga til föstudaga frá ellefu til tíu á kvöldin en til sex um helgar. Lokað á mánudögum. Það kostar 95 dkr inn en frítt fyrir átján ára og yngri. Hægt er að kaupa miða inn á safnið með lestarmiðunum á lestarstöðvunum í Kaupmannahöfn. 

Heimasíða Louisiana.

TENGT EFNI: VEGVÍSIR UM KAUPMANNAHÖFN

Bookmark and Share

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …