Vinsælasti ferðamannastaðurinn í Ameríku

 

Orlando í Flórída er ekki lengur sú borg í Bandaríkjunum sem laðar að sér flesta ferðamenn. New York tók á móti fjörtíu og fimm milljónum gesta á síðasta ári sem gerir hana að vinsælustu ferðamannaborg landsins.

Þrátt fyrir að ferðaiðnaðurinn í New York hafi dregist lítillega saman á síðasta ári þá er enginn staður í Bandaríkjunum sem getur státað af fleiri heimsóknum innlendra og erlendra ferðamanna. Þetta er í fyrsta skipti tuttugu ár sem borgin er á toppnum og velti hún skemmtigarðaborginni Orlando úr sessi sem höfuðvígi túrismans í landinu samkvæmt frétt Budget Travel um málið.

NÝTT: Ókeypis skemmtun fyrir staurblanka í Makaó