Eiffelturninn þekktasta kennileitið

 

Það eru flestir með það á hreinu að Eiffelturninn er í París. Nýleg könnun leiðir í ljós að turninn er það kennileiti sem flestir ferðamenn þekkja. Það er því ekki útlit fyrir að Frakkar felli turninni í bráð þó honum hafi aldrei verið ætlað að standa lengi.

Hótelbókunarsíðan Hotels.com spurði notendur síðunnar í fjórtán löndum hvaða kennileiti væri í mestu uppáhaldi hjá því. Átján prósent þátttakenda sögðu það vera Eiffelturninn en í öðru sæti varð frelsisstyttan í New York og Golden Gate brúin í San Francisco endaði í þriðja sæti. Kynningarstjóri Hotels.com segir að niðurstöðurnar sýni að fólk tengi ákveðin mannvirki við borgir og sé tilbúið til að ferðast um langan veg til að sjá þau með eigin augum. 

Hér er listinn yfir þekktustu kennileitin:

1. Eiffelturninn í París

2. Frelsisstyttan í New York

3. Golden Gate brúin í San Francisco

4.  Vatíkanið í Róm

5. Akrapólis í Aþenu

6. Óperuhúsið í Sydney

7. Empire State byggingin í New York

8. Sagrada Familia kirkjan í Barcelona

9. Taj Mahal í Agra, Indlandi

10. Big Ben turninn í London

Nýtt efni: Hótel í eigu fræga fólksins

 

Bookmark and Share