Samfélagsmiðlar

Eiffelturninn þekktasta kennileitið

 

Það eru flestir með það á hreinu að Eiffelturninn er í París. Nýleg könnun leiðir í ljós að turninn er það kennileiti sem flestir ferðamenn þekkja. Það er því ekki útlit fyrir að Frakkar felli turninni í bráð þó honum hafi aldrei verið ætlað að standa lengi.

Hótelbókunarsíðan Hotels.com spurði notendur síðunnar í fjórtán löndum hvaða kennileiti væri í mestu uppáhaldi hjá því. Átján prósent þátttakenda sögðu það vera Eiffelturninn en í öðru sæti varð frelsisstyttan í New York og Golden Gate brúin í San Francisco endaði í þriðja sæti. Kynningarstjóri Hotels.com segir að niðurstöðurnar sýni að fólk tengi ákveðin mannvirki við borgir og sé tilbúið til að ferðast um langan veg til að sjá þau með eigin augum. 

Hér er listinn yfir þekktustu kennileitin:

1. Eiffelturninn í París

2. Frelsisstyttan í New York

3. Golden Gate brúin í San Francisco

4.  Vatíkanið í Róm

5. Akrapólis í Aþenu

6. Óperuhúsið í Sydney

7. Empire State byggingin í New York

8. Sagrada Familia kirkjan í Barcelona

9. Taj Mahal í Agra, Indlandi

10. Big Ben turninn í London

Nýtt efni: Hótel í eigu fræga fólksins

 

Bookmark and Share

Nýtt efni

Þann 12. ágúst árið 2022 voru liðin meira en 33 ár frá því að múslímaklerkar í Íran dæmdu Salman Rushdie til dauða fyrir að hafa talað óvarlega um Múhameð spámann. Þennan ágústdag hafði Salman verið fenginn til að tala á ráðstefnu í New York um nauðsyn þess að búa til öruggt athvarf fyrir rithöfunda sem …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …