Samfélagsmiðlar

Einföld gisting í flottum umbúðum – New York

Margir gera lítið úr vægi góðra hótela í stuttri borgarferð. Segjast hvort eð er verja tímanum annars staðar. Oftar en ekki er þetta bara réttlæting fyrir því að bóka herbergi á ódýru og lúnu hóteli.

Sem betur fer fjölgar þeim hratt gististöðunum þar sem nostrað hefur verið við útlitið en verðinu engu að síður stillt í hóf. Það er því ekki lengur sparnaðarráð að bóka sér gistingu á úr sér gengnum hótelum.

Hér eru þrjú hótel í New York sem bjóða upp á einfalda en útpælda aðstöðu.

The Jane

Hótelbyggingin er gamalt sjómannaheimili í vesturhluta Greenwich Village. Herbergin eru lítil og innréttuð eins og svefnvagnar í gamaldags lest að viðbættu sjónvarpstæki og tengi fyrir ipod. Það eru tvö hundruð „klefar“ á hótelinu og ódýrasta tveggja manna herbergið kostar 99 dollara. Gestirnir deila salernunum en þó er nokkur fínni herbergi (Captain´s cabin) með eigin baðherbergi. Aðbúnaðurinn og staðsetningin hentar því fullkomlega ungu fólki sem vill skemmta sér í nokkra daga í New York. Í hverfinu er ógrynni af börum, skemmtistöðum og verslunum þar sem verðlagið hentar þeim vel sem hafa aðeins minna milli handanna. Á hótelinu sjálfu er líka flottur bar og kaffihús þar sem hægt er að ná sér í orku eftir átök gærdagsins.

The Jane, 113 Jane Street, New York (sjá á korti).

The Pod

Líkt og á The Jane eru þarfir yngra fólks hafðar í fyrirrúmi á The Pod. Þar gengur allt út á að gera hlutina ódýra en vel útlítandi og ekki laust við að andi Ikea svífi yfir vötnum.  Ódýrustu herbergin eru innréttuð með kojum og kosta því lítið, 89 dollara. Þeir sem nenna hins vegar ekki að standa í röð með handklæðið og snyrtitöskuna geta fengið sitt eigið baðherbergi fyrir 139 dollara. Reyndar eru líkurnar á að röð myndist í sturtuna ekki miklar því það er um það bil ein sturta á hver tvö herbergi. Staðsetningin er ágæt, á miðri Manhattan ekki langt frá Rockefeller Center og Bloomingdales.

The Pod, 230 East 51st Street, New York (sjá á korti)

The Ace

NOMAD kallast svæðið norðan við Madison Square Garden. Þetta hefur ekki verið vinsælasti hluti Manhattan hingað til en með tilkomu hótels eins og The Ace er vonast til að svæðið í kringum Empire State bygginguna rétti úr kútnum. Fyrsta Ace hótelið var opnað í Seattle og núna í byrjun árs opnaði útibúið í New York. Ódýrustu herbergin eru með kojum en dýrustu herbergin eru svokallaðar „loft“ íbúðir þar sem pláss er fyrir fleiri gesti. Nokkrar aðrar týpur af herbergjum eru á hótelinu en lægsta verðið er 169 dollarar. Þetta er því ekki ódýrasta gistingin í bænum en hún kostar samt ekki meira en herbergi á týpísku keðjuhóteli. Dvölin á The Ace verður hins vegar vafalaust eftirminnilegri. Auðvitað er stutt í tilgerðina en þeir sem koma til að taka þátt í leiknum skemmta sér vel.

The Ace, 20W 29th Street, New York (sjá á korti)

Myndir: The Ace hotel, The Jane og The Pod

SMELLTU HÉR TIL FINNA BESTU VERÐIN Á HÓTELUM Í NEW YORK

TENGT EFNI:

Ódýr hótel í Bretlandi

Ódýr hótel í Kaupmannahöfn

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …