Samfélagsmiðlar

Einföld gisting í flottum umbúðum – New York

Margir gera lítið úr vægi góðra hótela í stuttri borgarferð. Segjast hvort eð er verja tímanum annars staðar. Oftar en ekki er þetta bara réttlæting fyrir því að bóka herbergi á ódýru og lúnu hóteli.

Sem betur fer fjölgar þeim hratt gististöðunum þar sem nostrað hefur verið við útlitið en verðinu engu að síður stillt í hóf. Það er því ekki lengur sparnaðarráð að bóka sér gistingu á úr sér gengnum hótelum.

Hér eru þrjú hótel í New York sem bjóða upp á einfalda en útpælda aðstöðu.

The Jane

Hótelbyggingin er gamalt sjómannaheimili í vesturhluta Greenwich Village. Herbergin eru lítil og innréttuð eins og svefnvagnar í gamaldags lest að viðbættu sjónvarpstæki og tengi fyrir ipod. Það eru tvö hundruð „klefar“ á hótelinu og ódýrasta tveggja manna herbergið kostar 99 dollara. Gestirnir deila salernunum en þó er nokkur fínni herbergi (Captain´s cabin) með eigin baðherbergi. Aðbúnaðurinn og staðsetningin hentar því fullkomlega ungu fólki sem vill skemmta sér í nokkra daga í New York. Í hverfinu er ógrynni af börum, skemmtistöðum og verslunum þar sem verðlagið hentar þeim vel sem hafa aðeins minna milli handanna. Á hótelinu sjálfu er líka flottur bar og kaffihús þar sem hægt er að ná sér í orku eftir átök gærdagsins.

The Jane, 113 Jane Street, New York (sjá á korti).

The Pod

Líkt og á The Jane eru þarfir yngra fólks hafðar í fyrirrúmi á The Pod. Þar gengur allt út á að gera hlutina ódýra en vel útlítandi og ekki laust við að andi Ikea svífi yfir vötnum.  Ódýrustu herbergin eru innréttuð með kojum og kosta því lítið, 89 dollara. Þeir sem nenna hins vegar ekki að standa í röð með handklæðið og snyrtitöskuna geta fengið sitt eigið baðherbergi fyrir 139 dollara. Reyndar eru líkurnar á að röð myndist í sturtuna ekki miklar því það er um það bil ein sturta á hver tvö herbergi. Staðsetningin er ágæt, á miðri Manhattan ekki langt frá Rockefeller Center og Bloomingdales.

The Pod, 230 East 51st Street, New York (sjá á korti)

The Ace

NOMAD kallast svæðið norðan við Madison Square Garden. Þetta hefur ekki verið vinsælasti hluti Manhattan hingað til en með tilkomu hótels eins og The Ace er vonast til að svæðið í kringum Empire State bygginguna rétti úr kútnum. Fyrsta Ace hótelið var opnað í Seattle og núna í byrjun árs opnaði útibúið í New York. Ódýrustu herbergin eru með kojum en dýrustu herbergin eru svokallaðar „loft“ íbúðir þar sem pláss er fyrir fleiri gesti. Nokkrar aðrar týpur af herbergjum eru á hótelinu en lægsta verðið er 169 dollarar. Þetta er því ekki ódýrasta gistingin í bænum en hún kostar samt ekki meira en herbergi á týpísku keðjuhóteli. Dvölin á The Ace verður hins vegar vafalaust eftirminnilegri. Auðvitað er stutt í tilgerðina en þeir sem koma til að taka þátt í leiknum skemmta sér vel.

The Ace, 20W 29th Street, New York (sjá á korti)

Myndir: The Ace hotel, The Jane og The Pod

SMELLTU HÉR TIL FINNA BESTU VERÐIN Á HÓTELUM Í NEW YORK

TENGT EFNI:

Ódýr hótel í Bretlandi

Ódýr hótel í Kaupmannahöfn

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …