Samfélagsmiðlar

Flottustu flugstöðvarnar

Fyrstu kynni geta skipt sköpum og flugstöðvar eru sá staður sem langflestir ferðamenn koma fyrst á í nýju landi. Sem betur fer leggja margar þjóðir mikið upp úr því að taka vel á móti gestum sínum og hafa þvi byggt glæsileg mannvirki utan um flugvallarstarfssemina. Ferðatímaritið Travel + Leisure kallaði nýverið til sín sérfræðinga til að fá úr því skorið hvaða flugstöðvar í heimi væru best heppnaðar.

Þessar flugstöðvar byggingar þóttu bera af:

Terminal 3, Pekingflugvelli, Kína: Þessi þriggja kílómetra langa bygging sækir form sitt til dreka og var tekinn í notkun fyrir ólympíuleikanna í borginni árið 2008. Flugstöðin er hugsuð sem einskonar hlið að alþýðulýðveldinu Kína. 

Terminal 4, Barajas flugvelli í Madríd, Spáni: Þau í Madrid eiga sér þann draum að Barajas verði sá flugvöllur í Evrópu sem flestir fara um. Loftið er þakið bambusviði sem gerir bygginguna mjög hlýlega. Þetta er heimavöllur Iberia flugfélagsins.

Kansai, Osaka, Japan: Osakaflugvöllur var lengi vel stærsti flugvöllur heims í farþegum talið. Flugstöðvarbyggingin er eins og rör í laginu með mjög stórum gluggum. Pompidou safnið í París er hannað af sama arkitekt, Renzo Piano.

TWA álman á JFK flugvelli, New York, Bandaríkjunum: Um þennan hluta JFK flugvallar hefur enginn farþegi farið í næstum áratug. Það styttist þó í að þessi nærri fimmtíu ára bygging verði tekin í gagnið á nýjan leik. 

Sondika, Bilbao, Spáni: Flugstöðin gengur undir nafninu dúfan því útlit hennar þykir minna á fugl. Dagsljósið hefur greiðan aðgang inn í gegnum glæsilegan og risavaxinn glugga.

Flugvöllurinn í Denver, Bandaríkjunum: Úr fjarska líkist þakið á flugstöðinni hvítum tjaldbúðum sem smellpassar við fjöllin sem mynda bakgrunninn þegar komið er að vellinum úr austurátt. Denver flugvöllur hefur margsinnis verið valinn besti sinnar tegundar í N-Ameríku af viðskiptaferðalöngum.

Incheonflugvöllur, S-Kóreu: Byggingin er hönnuð af þeim sama og átti heiðurinn að flugstöðinni í Denver. Incheon er þekktur fyrir það að vera mjög þægilegur flugvöllur þar sem þjónustan er góð og hlutirnir virka. 

Chep Lak Kok, Hong Kong: Arkitektastofa Norman Foster á heiðurinn að þessari byggingu líkt og flugstöðinni í Peking. Honum hefur ekki tekist eins vel upp í Hong Kong en á móti kemur að flugstöðin er mjög vel skipulögð og meira að segja þeir farþegar sem ganga um hana í svefnpillumóki geti auðveldlega fundið leiðina út.

Marrakech Menara, Marokkó: Frammúrskarandi gott dæmi um hvernig tekist hefur að sameina nútímalega og hefðbundna íslamska byggingarlist. Arabísk mynstur gefa stórkarlalegum byggingunum hlýju að sögn dómnefndarinnar.

Tempelhof, Berlín, Þýskalandi: Tignarleg bygging hönnuð af hirðarkitekt Hitlers, Albert Speer. Farþegar eru hættir að ganga um salina sem bráðlega munu ganga í endurnýjun lífdaga sem einskonar menningarmiðstöð í stórum almenningsgarði því unnið er að því að tyrfa flugbrautirnar. Flugumferð til og frá Berlín fer hér eftir í gegnum flugvellina Tegel og Schönefeld.

Malvinas Argentinas, Ushuaia, Argentínu: Syðsti alþjóðlegi flugvöllur heims þykir skarta mjög fallegri flugstöð. Farþegarnir eru á leið til og frá Patagóníu og Antarktíku.

Kuala Lumpur, Malasíu: Hér er sótt í íslamskar byggingahefðir og lofthæðin er mjög mikil.

Carrasco, Montevideo, Úrúgvæ: Einföld bogalaga bygging með björtum sölum sem minna á gamlar lestarstöðvar segir í áliti Travel+Leisure.

NÝTT: Höll krónprinsins öllum opin

MEIRA: Heimsins bestu gistiheimili

 
 
Aðrar myndir: Wiki commons

Share |

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …