Fyrsta farrými á undanhaldi

Eftirspurnin eftir bestu sætunum í flugvélunum hefur hríðfallið síðan kreppuástandið skall á. Mörg flugfélög hafa því fækkað sætunum á fyrsta farrými því víðast hvar í heiminum hefur viðskiptaferðalöngum fækkað meira en almennum farþegum. Síðarnefndi hópurinn hefur hingað til látið sér nægja farrýmið aftan við tjöldin og nú sameinast hóparnir þar.

Nýjasta dæmið um þessa þróun er hjá ástralska flugfélaginu Qantas sem tilkynnti í vikunni að héðan í frá yrði sætunum á fyrsta farrými fækkað um tvo þriðju. Með þessari ráðstöfun skapast meira pláss fyrir almenna farrýmið. Reyndar sýnir reynsla margra flugfélaga að ekki eru allir hvítflibbarnir tilbúnir til að taka stökkið alla leið aftur í vél og panta þeir því sætin í farrýminu á milli þessa almenna og þess fremsta. Economy Class heitir það svæði til að mynda hjá Icelandair.

Mörg þeirra flugfélaga sem hafa gert út á lúxusinn halda sínu striki eins og sést þegar horft er á sjónvarpsstöðvar eins og CNN. Þar keppast félögin við að sýna afslappaða farþega í stærðarinnar sætum borðandi fyrsta flokks flugvélamat.

MEIRA: Ný lönd fyrir bakpokaferðalanga og Læknar njóta sérkjara hjá Lufthansa