Samfélagsmiðlar

Hótel í eigu fræga fólksins

Heimsfrægir leikarar og popparar ferðast meira en margur. Þeir eru því sjóaðir hótelgestir og einhverjir þeirra hafa ákveðið að nýta þessa reynslu og opna sitt eigið hótel. Túristi kannaði markaðinn og fann nokkur frambærileg hótel sem eiga það öll sameiginlegt að vera í eigu fræga fólksins.   

 

Bedford Post Inn, Bedford, Bandaríkjunum: Silfurrefurinn Richard Gere er eigandi lítils sveitahótels í bænum Bedford í námunda við New York borg. Þar eru átta herbergi, jógaaðstaða og tveir veitingastaðir. Að mati Esquire tímaritsins voru veitingastaðirnir meðal þeirra bestu sem opnaðir voru á síðasta ári í Bandaríkjunum. The Farmhouse heitir sá fínni en á The Barn er boðið uppá brunch og hádegismat og einnig er bakarí á staðnum. Þangað leggja margir borgarbúar á sig ferðalag um helgar til að komast í sveitasæluna og góðan mat. Vel gert hjá Gere og konunni hans en þau tóku bæði virkan þátt uppbyggingu hótelsins. Leikarinn segist vera reglulega á svæðinu til að passa upp á að allt sé eins og það á að vera. 

The Big sleep, Bretland – Leikarinn alvarlegi John Malkovich rekur þrjú hótel í Bretlandi undir nafninu The Big sleep. Fjölskyldur á ferðalagi um Cardiff, Eastbourne eða Cheltenham ættu einna helst að taka hús á Malkovich því gististaðirnir hans eru sagðir mjög barnvænir með leikaðstöðu, borðtennisborðum og fleira. Það er ekki heldur svo dýrt að gista hjá Jóni því ódýrustu herbergin eru á um níu þúsund krónur. 

Hotel Rival, Stokkhólmi – Benny Anderson er ásamt Bjorn félaga sínum stærsta poppskáld sem Svíþjóð hefur alið. Lögin sem þeir sömdu á Abba árunum eru næstum því jafnvinsæl í dag og þau voru þegar þau komu út fyrir næstum fjörtíu árum síðan. Benny er því ekki á flæðiskeri staddur fjárhagslega og getur leyft sér að freista gæfunnar í hótelgeiranum. Rival er vel staðsett í Södermalm hverfinu sem er talinn mest hipp og kúl hluti borgarinnar. Þó Benny sé ekki alla daga á hótelinu sjálfur þá eru hans helstu höfundaverk á svæðinu því á öllum herbergjum er eintak af Abba Gold. Ódýrasta herbergið á Rival í sumar kostar tæpar fjórtán þúsund íslenskar. 

The Clarence, Dublin – Þeir liðsmenn hljómsveitarinnar U2 sem bera listamannanöfn opnuðu í sameiningu þetta fína hótel í heimaborg sinni Dublin fyrir rúmum áratug síðan. Þeir félagar sjást víst stöku sinnum innan veggja hótelsins enda er það besta auglýsingin sem The Clarence getur fengið. Ódýrasta herbergið kostar um 30.000 krónur.  

Hotel Greenwich, New York –  Robert De Niro hefur í mörg ár látið til sín taka í veitingahúsabransanum í New York. En hann á líka eitt af huggulegustu hótelunum í heimaborg sinni. Alla vega er ferðapressann á einu máli um að hótelið sé einstaklega heimilislegt og notalegt. Þar er líka ítalskur veitingastaður og japanskt spa. Það þarf því ekki að koma á óvart að gistingin er í dýrari kantinum. Nóttin kostar um sextíu þúsund krónur.

MEIRA: Dýrasta listaverk í heimi á heima í Danmörku og Ný lönd fyrir bakpokaferðalanga

TILBOÐ: 10% afsláttur af gistingu í Kaupmannahöfn fyrir lesendur Túrista

 

Bookmark and Share

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …