Tilboð á hóteli allra landsmanna í Köben

Þá sem langar að búa á fimm stjörnu hóteli í Kaupmannahöfn í vor ættu ekki að leita langt yfir skammt. Hótel skilanefndar Landsbankans í Kaupmannahöfn, D´Angleterre býður nefnilega þessi misserin þriðju nóttina fría.

Þetta er kostaboð fyrir þá sem vilja lúxus gistingu við Kóngsins nýjatorg. Ef hótelherbergið er bókað á vef Hotels.com kostar nóttin rúmar þrjátíu og eitt þúsund krónur. Þrjár nætur með morgunmat eru því á tæplega 95 þúsund en samkvæmt  verðlista hótelsins kostar nóttin venjulega um áttatíu þúsund. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja feta í fótspor íslenskra ráðherra sem margir hverjir hafa ekki tekið annað í mál en að gista á hótelinu á ferðum sínum til Kaupmannahafnar. Alla vega þegar þeir eru í opinberum erindagjörðum. 

NÝTT:

Einföld gisting í flottum umbúðum

Nýir veitingastaðir í ódýrari í kantinum í Kaupmannahöfn

TENGT EFNI:

Ódýr hótel í Bretlandi

Ódýr hótel í Kaupmannahöfn

 

Share |