8000 umhverfisvæn hótel

Fjöldi umhverfisvænna gististaða á lista Green Travel Finder eykst jafnt og þétt. Í byrjun árs bættist áttunda þúsundasta hótelið á skrá síðunnar. Ferðamenn sem vilja taka tillit til nátturunnar geta því fundið gistingu við sitt hæfi víðast hvar í heiminum.

Það eru þó ekki aðeins hótel á listanum heldur líka gistiheimili, farfuglaheimili og heimagisting. Eina íslenska fyrirtækið sem kemst á listann er Ferðaþjónusta bænda.

Gististaðirnir sem eru á listanum uppfylla allir kröfur innlendra eða alþjóðlegra umhverfisverndunarsamtaka samkvæmt frétt Travel Mole.

NÝTT EFNI: Groddalegur íburður